Morgunn - 01.06.1957, Blaðsíða 79
MORGUNN
73
manna og Egypta, milli hugmynda síðgyðingdóms og frum-
kristni um endalok og annað líf og hugmynda Persa og
Babýlóníumanna um sömu efni. Siðfræði frumkristninnar
varð til undir sterkum áhrifum frá kenningum umferða-
predikara stóumanna og kýníka. Rætur hinnar frum-
kristilegu sakramentisguðrækni og helgihalds liggja ekki
aðeins í ævagömlum helgisiðum Gyðinga, heldur einnig í
hinum hellenísku launhelgum. Þrátt fyrir stöðuga bar-
áttu við gyðingdóm og heiðingdóm, stendur kristindóm-
urinn frá fyrstu byrjun sinni í nánasta sambandi við um-
heiminn, trú 'hans og hugmynda'heim. Þetta verður oss
ljóst, ef vér látum oss ekki nægja að rannsaka kristin-
dóminn sem málvísindamenn og fornleifafræðingar, held-
ur berum saman hið innra líf hinnar elztu kristni og guðs-
dýrkun heiðingjanna.
Kristindómurinn féll ekki skyndilega fullgerður af himni
ofan, hann á sér langa, langa sögu, eins og önnur trúar-
brögð. Páll postuli segir í Rómverjabréfinu: „Ég er í
skuld bæði við Grikki og útlendinga“.
Annarri staðreynd skulum vér gefa alvarlegan gaum:
Eftir 19 alda trúboð eru kristnir menn ekki meira en
um það bil þriðjungur mannkyns, og geysimikil landflæmi,
sem kristnir menn höfðu einu sinni unnið fyrir trú sína,
unnu múhameðsmenn aftur af þeim. En þótt verulegur
hluti mannkyns teljist kristinn, eru kristnir menn ekki
meira en örlítill dropi í úthafi kynslóðanna allra, þegar
það er haft í huga, sem náttúruvísindin segja oss nú um
aldur mannkynsins, að um milljón eða margar milljónir
ára hafi menn lifað á jörðunni. Þegar Frans Xavier kristni-
boði kom til Japans á 16. öld með þann boðskap, að af
óendanlegum kærleika hefði Guð sent son sinn til jarðar-
innar, spurðu Japanar undrandi, hvers vegna svo góður
guð hefði ekki opinberað sig Japönum fyrr. Ef opinber-
Un Guðs í Jesú Kristi er svo algerlega einstæð, sem guð-
fræðingar kristninnar margir 'halda fram, og opinberun
hans hvergi til nema þar, hlýtur sú róttækari spurn að