Morgunn


Morgunn - 01.06.1957, Blaðsíða 49

Morgunn - 01.06.1957, Blaðsíða 49
MORGUNN 43 og bætti við: Hún sér stundum ýmislegt, hún Gunna mín. Fyrir þrem dögum sá hún, að verið var að bjarga Eyja- bátnum og skipi þínu á einhverjum ókenndum stað. Var þar mikið sléttlendi umhverfis, en ekki þekkti hún stað- inn, enda mun 'hann ekki hér nærlendis. Stefán kvað lítt að marka slíkar sýnir eða spásagnir og þá sízt unglings. Vék síðan að öðru, þakkaði góðgerðir og hélt áleiðis út að Eyjum. Gekk það farsællega. Þegar til Eyja kom, afhenti Stefán bátinn. Síðan bauð Loptur bóndi þeim til bæjar. Dvöldu þeir þar nokkra stund í góðum fagnaði. Þegar Stefán vildi snúa til heim- ferðar, sást til báts, er stefndi til Eyja. Bað Loptur Stefán þá að doka við, þar til bátur sá lenti og þeir fengu fregnir af honum. Væri eigi ólíklegt að báturinn ætti erindi inn Fjörð og gæti Stefán þá fengið far með honum heimleiðis. Þetta leizt Stefáni vænlegt og beið hann þess, að bátur- inn lenti. Gekk hann með Lopti bónda til sjávar á móti komumönnum. Þarna voru komnir menn frá Skagaströnd til að til- kynna björgun á Eyjabátnum og Hrófbergsskipinu ásamt öllum varnaði. Voru þetta Stefáni óvænt fagnaðartíðindi, sem nærri má geta. Kvaðst hann vitja skipanna hið bráðasta og greiða björgunarlaun að siðvenju. Fór hann brátt til Skagastrandar og gekk vel heimferðin þaðan, enda vel menntur. Þegar nánara var innt eftir björgun skipanna, kom í ljós, að hún hafði farið fram á sama tíma og sýnina bar fyrir Guðrúnu Jörundsdóttur að Hafnarhólmi, hinum meg- in við Húnaflóa. Þess má geta, að dulrænir hæfileikar hafa verið tíðir hjá niðjum Gísla í Bæ. Arngrímur Fr. Bjarnason skrásetti eftir Einari Sigvaldasyni, Drangsnesi við Steingrímsf jörð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.