Morgunn - 01.06.1957, Blaðsíða 30
Krists-sýn Píusar páfa xn.
og sýnir sjáendanna
★
Það var kl. 9 að kveldi 2. desembermánaðar 1954, að
Píus páfi XII., sem hafði verið alvarlega veikur um skeið,
tók á móti aðstoðarmanni sínum með þessum orðum: „Ég
sá Drottin í morgun“.
Fréttin var þegar birt opinberlega, og staðfesting kom
frá fréttastofu páfa tveim dögum síðar. Frásagnir af at-
burðinum voru mjög fáorðar: vitrunina fékk páfinn, meðan
hann var að biðja hina alkunnu bæn: „Andi Krists, helga
þú mig“, og tekið var fram, að Kristsmyndin hefði ekki
talað.
Skömmu síðar fékk páfi greinilegan bata.
Mikið hefir verið um sýn þessa ritað, en í sambandi við
hana ekkert verið ritað um sýnir almennt.
Þegar um dulsýnir er talað eða ritað, spyrja menn, bæði
vísindamenn og aðrir, sömu spurningar: eru sýnir eitt-
hvað gersamlega huglægt, eða eru þær hlutrænn veru-
leikur ?
Þeir, sem ekki gera ráð fyrir neinum ójarðneskum veru-
leika, þurfa ekki að spyrja þannig. Þeir álíta, að sérhver
dulsýn sé algerlega hugræn, eigi allan uppruna sinn í huga,
sálu, sjáandans. En í huga hinna, sem trúa á persónuleg-
an Guð, framhaldslíf, tilveru andavera, svo sem engla og
illra anda, vakna spurnir um uppruna dulsýnanna. Er
uppruna þeirra að leita utan við manninn sjálfan, þ. e.
hjá einhverjum vitsmunaverum, sem ekki eru jarðneskar?
Oft sannfærir dulsýnin sjálf sjáandann um, að hún sé
ekki af þessum heimi, sé hlutræn og raunveruleg. Þannig