Morgunn


Morgunn - 01.06.1957, Page 30

Morgunn - 01.06.1957, Page 30
Krists-sýn Píusar páfa xn. og sýnir sjáendanna ★ Það var kl. 9 að kveldi 2. desembermánaðar 1954, að Píus páfi XII., sem hafði verið alvarlega veikur um skeið, tók á móti aðstoðarmanni sínum með þessum orðum: „Ég sá Drottin í morgun“. Fréttin var þegar birt opinberlega, og staðfesting kom frá fréttastofu páfa tveim dögum síðar. Frásagnir af at- burðinum voru mjög fáorðar: vitrunina fékk páfinn, meðan hann var að biðja hina alkunnu bæn: „Andi Krists, helga þú mig“, og tekið var fram, að Kristsmyndin hefði ekki talað. Skömmu síðar fékk páfi greinilegan bata. Mikið hefir verið um sýn þessa ritað, en í sambandi við hana ekkert verið ritað um sýnir almennt. Þegar um dulsýnir er talað eða ritað, spyrja menn, bæði vísindamenn og aðrir, sömu spurningar: eru sýnir eitt- hvað gersamlega huglægt, eða eru þær hlutrænn veru- leikur ? Þeir, sem ekki gera ráð fyrir neinum ójarðneskum veru- leika, þurfa ekki að spyrja þannig. Þeir álíta, að sérhver dulsýn sé algerlega hugræn, eigi allan uppruna sinn í huga, sálu, sjáandans. En í huga hinna, sem trúa á persónuleg- an Guð, framhaldslíf, tilveru andavera, svo sem engla og illra anda, vakna spurnir um uppruna dulsýnanna. Er uppruna þeirra að leita utan við manninn sjálfan, þ. e. hjá einhverjum vitsmunaverum, sem ekki eru jarðneskar? Oft sannfærir dulsýnin sjálf sjáandann um, að hún sé ekki af þessum heimi, sé hlutræn og raunveruleg. Þannig
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.