Morgunn - 01.06.1957, Blaðsíða 46
40
MORGUNN
hita, hafði slæman hósta og í ráði var að flytja hana í
hjúkrunarheimili, þar sem hún gæti fengið betri aðhlynn-
ingu. Allan tímann, meðan ég stóð við hjá henni, var hún
að tala um vinnuna sína við mig og hvernig hún ætlaði
að haga henni, þegar hún væri komin á fætur. Þegar ég
kvaddi hana, hugsaði ég með sjálfum mér, 'hvort það gæti
verið rétt, sem Júlía hafði staðhæft í skriftinni.
Tveim dögum síðar fékk ég símskeyti, sem bar mér þá
fregn, að í óráðskasti hefði E. M. fleygt sér út um glugga
á fimmtu hæð og hefði verið dáin, þegar að henni var
komið til að taka hana upp. Þetta gerðist einum eða tveim
dögum fyrr en ár var liðið frá því, er mér barst aðvör-
unin fyrst.
Það er hægt að ganga úr skugga um algert sannleiks-
gildi þessara frásagna með því að lesa frumhandritin að
forspánni, sem eru undirskrifuð af tveim skrifurum mín-
um. Ég tók af þeim þagnarheit, en lét þá fylgjast ná-
kvæmlega með gangi málsins. Mér er ekki kunnugt um
að örugglegar hafi verið gengið frá því að skrá nokkra
forspá, og forspá, sem ekki kom einu sinni, heldur tólf
sinnum“.
Hér koma engin fjarhrif frá lifandi mönnum, vituð eða
ómeðvituð, til greina sem skýring á forspánni, — var álit
W. T. Steads.
Hann spyr, hvort menn geti furðað, að hann sé sann-
færður um samband svokallaðra látinna og lifandi manna.
J. A.