Morgunn - 01.06.1957, Blaðsíða 48
42
MORGUNN
ísinn talsvert í sundur. Hóf Stefán þá máls á því, að fá
léðan bát í Eyjum til þess að freista að bjarga skipi sínu
og varnaði. Var það mál auðsótt. Fengu þeir félagar lán-
aðan léttan og liðlegan bát, sem kallaður var Halldóru-
bátur og var eign ráðskonu Lopts. Bjuggust þeir nú vel
til farar, með vaði langa og sterka krókstjaka. Gekk þeim
sæmilega fram að skipinu og gengu þegar til verks með
að bjarga varnaði þeim, sem þeir höfðu látið upp á ís-
inn, og þar næst að tengja saman skipið og bátinn. Hugð-
ust þeir róa fyrir skipinu til lands. Þótti þeim nú ekki
óvænlegt að geta bjargað skipinu og voru í bezta skapi.
En skammt höfðu þeir farið, er hafísinn rak aftur sam-
an, svo að þeir komust hvergi. Urðu þeir þá neyddir til
að ganga slyppir frá báti og skipi. Þeir náðu aftur landi
með illslitum að Eyjum, og sögðu sínar farir ósléttar.
Þeir fengu enn beztu viðtökur hjá Lopti bónda. Talað-
ist þeim svo til, að Stefán skyldi dvelja þar í Eyjum einn
eða tvo daga, ef vera kynni að skipin bæri aftur inn í
Steingrímsfjörð. Svo varð þó ekki, og hélt Stefán heim
að Hrófbergi með félaga sína.
Nokkru síðar fór Stefán að heiman áleiðis til Eyja með
bát frá sér, er láta skyldi í stað þess, er hann fékk þar
lánaðan og tapaðist í ísnum. Á leiðinni til Eyja lenti Stefán
í Hafnarhólmi, en þar bjuggu þá foreldrar Guðrúnar, þau
Guðbjörg og Jörundur. Höfðu þau barnmargt heimili og
stórt, en gestrisni þeirra einstök. Mæltu þau svo til, að
enginn mætti fara fram hjá Hafnarhólmi, á sjó eða landi,
og þiggja ekki góðgerðir nokkrar.
Þáði nú Stefán og menn hans góðar viðtökur í Hafnar-
hólmi, eins og aðrir. Ræddi Guðbjörg við Stefán um er-
indi hans til Eyja. Sagði Stefán sem var. Guðbjörg kvað
Stefán vera fljótan til að bæta bátstapann, enn mætti svo
fara að báturinn bjargaðist, þótt ólíklegt þætti. Stefán
kvað ekki vonum fyrr að bæta þeim í Eyjum bátstapann,
kvað það sér meinlegra, ef aðrir liðu skaða sín vegna.
Guðbjörg svaraði þessum andmælum Stefáns með hægð