Morgunn - 01.06.1957, Blaðsíða 83
MORGUNN
77
urinn þarfnast nýrrar trúar, er yfir allan efa hafið —
segir Malvida v. Meysenbug — gömlu trúarbrögðin eru
búin að lifa sjálf sig“.
Hvorki austræna leiðin né þessi vestræna leið er full-
nægjandi. Hin vestræna þrá eftir nýjum átrúnaði felur í
sér þá meginhættu, að menn varpi fyrir borð óbætanleg-
um verðmætum hinna gömlu trúarbragða. Hinn skefja-
lausi, austræni relatívismus, að telja öll trúarbrögð jafn-
gild, er í beinni mótsögn við sögulegar staðreyndir og
þekkingu. Trúarbrögðin eru einfaldlega ekki jafngild, en
spurningunni um gildi þeirra verður ekki svarað, nema
lifandi samskipti og samanburður trúarbragðanna eigi sér
stað.
Hlutlaus samanburður við austrænu trúarbrögðin hefir
nú þegar leitt í ljós það, að kristindómurinn stendur ekki
aðeins jafnfætis þeim, heldur býr yfir tvímælalausum
yfirburðum í ýmsum efnum. Hann er mikrokosmos (smá-
heimur) í hinum trúarbragðalega makrokosmos (alheimi),
það er: hann býr yfir fyllingu trúarlegrar fjölbreytni og
forma og í henni býr aftur fylling sanninda og verð-
mæta.
Hin sögulega orsök þessarar fyllingar kristindómsins
er sú, að í honum renna saman í einum farvegi fjölmarg-
ir straumar þess andlega lífs, sem til hefir orðið á jörð-
unni: spámannleg trú Gyðinga, hugmyndir forn-Persa um
heimsslit og annað líf, hin helleníska-austræna launhelga-
trú, hin gríska heimspeki og dulúð, mýstík. Af öllum
þessum meginlindum andlegs lífs mannkynsins hefir krist-
indómurinn ausið. Ekki í hinum einstöku myndum, sem
kirkjurnar hver fyrir sig aðhyllast, heldur í heildarmynd
sinni og allsherjartjáningu, nær kristindómurinn yfir bók-
staflega allt og felur í sér bókstaflega allt hið verðmæt-
asta, sem mannkynssagan geymir: lotninguna fyrir sam-
ræmi alheimsins og hinu guðlega siðalögmáli, sem Kon-
futse hinn kínverski stóð höggdofa andspænis; lotningar-
óttann fyrir hinum ólýsanlega guðlega leyndardómi, sem