Morgunn - 01.06.1957, Blaðsíða 16
Hvernig á að skilja þetta?
★
Fyrir kemur það, þótt sjaldgæft muni vera, að í miðils-
sambandi er sagt frá nafngreindu fólki, fullyrt að það
sé látið, en síðar kemur í ljós, að fólkið er bráðlifandi
heima hjá sér.
Hvernig ber að skilja þetta? .
Það er ofur auðvelt, að kalla þetta blátt áfram svik. En
slíkar „missagnir" hafa komið fram hjá fyllilega trúverð-
ugum miðlum, sem voru í djúpum transi og höfðu sjálfir
enga hugmynd um tilveru þess fólks, sem verið var að
segja frá af vörum þeirra.
Frá einu slíku atriði segir sænskur menntamaður, fil.
lic. A. Svanquist, nýlega í sænska tímaritinu Spiritualisten.
En í frásögn minni af þessu atriði fylgi ég að verulegu
leyti ritgerð hans.
Á þrem fundum, sem haldnir voru með kunnum miðli,
frú Blanche Cooper, var sagt frá manni nokkrum, að dul-
nefni Gordon Davis. Fundir þessir voru haldnir fyrri hluta
árs 1922 undir stjórn dr. Soals, sem er kunnur stærðfræð-
ingur, háskólakennari og kunnur maður fyrir vísindaleg-
ar sálarrannsóknir. Frú Blanche Cooper er miðill fyrir
beinar raddir.
Um það bil tuttugu árum áður en þetta gerðist, hafði
prófessorinn átt bekkjarbróður í skóla, sem nefndur er
með þessu dulnefni. Síðan hafði leiðir þeirra skilið. En
árið 1916 höfðu þessir gömlu bekkjarbræður hitzt af til-
viljun á járnbrautarstöð. Þeir gegndu þá báðir herþjón-
ustu og urðu samferða til London. Þeir röbbuðu saman á
leiðinni mestmegnis um gang styrjaldarinnar, en dr. Soal