Morgunn


Morgunn - 01.06.1957, Blaðsíða 44

Morgunn - 01.06.1957, Blaðsíða 44
38 MORGUNN frú Bulls, skrikaði vinkonu minni fótur á holræsissteini, hún datt og meiddi sig í bakið“. Ég las nú þessa orðsend- ingu upphátt af blaðinu og óðara sagði vinkonan: „Ó, það er þetta, sem þú átt við, Júlía! Nú man ég þetta mjög vel. Ég lá í rúminu í tvo eða þrjá daga eftir þetta, hálf- slæm í bakinu. En ég vissi ekki, að ég hefði meitt mig í hrygginn sjálfan". Það er engin þörf á því, að ég segi frá mörgum slíkum dæmum. Sambandinu, sem hófst þannig, hefi ég haldið áfram í 15 ár. Ég er ekki vissari um tilveru konu minnar og dóttur en Júlíu . . . Einhverjir þeir, sem ekki vilja segja mig beinlínis ljúga þessu öllu, munu koma fram með þá athugasemd, að atrið- in, sem ég sagði frá, sanni ekkert fram yfir hugsana- flutning eða fjarhrif milli lifandi manna. Og því má að sjálfsögðu halda fram, ef gert er ráð fyrir fjarhrifum frá undirvitundinni sem staðreynd. I þessu tilfelli hefði þá undirvitundin sent í fjarhrifum það, sem dagvitund send- andans var gersamlega búin að gleyma. Þá tilgátu, að fjarhrif frá lifandi mönnum sé að verki, má nota til að skýra flestar þær orðsendingar, sem sagt er að komi frá látnum mönnum. Þó er til ein tegund orðsendinga sú, að ekki er hægt að skýra hana sem fjarhrif frá lifandi mönn- um, hvorki undirvitund þeirra né vökuvitund. Það eru þær orðsendingar, sem hvorki fjalla um liðna atburði né þá, sem eru að gerast, en segja fyrir atburði, sem eiga eftir að koma fram . . . Ég ætla að segja frá einu slíku atviki: Fyrir nokkrum árum vann hjá mér stúlka, sem hafði ágæta hæfileika, en erfiða skapsmuni og var auk þess ekki hraust. Hún var orðin svo erfið í starfi, að í janúar- mánuði var ég mikið að hugsa um að segja henni upp atvinnunni. Þá skrifaði Júlía með hendi minni: „Vertu þolinmóður við E. M.; hún verður komin yfir í okkar heim áður en árið er liðið“. Mér brá mikið við þetta. Það var vissulega engin ástæða til að ætla, að dauðinn væri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.