Morgunn - 01.06.1957, Page 44
38
MORGUNN
frú Bulls, skrikaði vinkonu minni fótur á holræsissteini,
hún datt og meiddi sig í bakið“. Ég las nú þessa orðsend-
ingu upphátt af blaðinu og óðara sagði vinkonan: „Ó, það
er þetta, sem þú átt við, Júlía! Nú man ég þetta mjög
vel. Ég lá í rúminu í tvo eða þrjá daga eftir þetta, hálf-
slæm í bakinu. En ég vissi ekki, að ég hefði meitt mig í
hrygginn sjálfan".
Það er engin þörf á því, að ég segi frá mörgum slíkum
dæmum. Sambandinu, sem hófst þannig, hefi ég haldið
áfram í 15 ár. Ég er ekki vissari um tilveru konu minnar
og dóttur en Júlíu . . .
Einhverjir þeir, sem ekki vilja segja mig beinlínis ljúga
þessu öllu, munu koma fram með þá athugasemd, að atrið-
in, sem ég sagði frá, sanni ekkert fram yfir hugsana-
flutning eða fjarhrif milli lifandi manna. Og því má að
sjálfsögðu halda fram, ef gert er ráð fyrir fjarhrifum frá
undirvitundinni sem staðreynd. I þessu tilfelli hefði þá
undirvitundin sent í fjarhrifum það, sem dagvitund send-
andans var gersamlega búin að gleyma. Þá tilgátu, að
fjarhrif frá lifandi mönnum sé að verki, má nota til að
skýra flestar þær orðsendingar, sem sagt er að komi frá
látnum mönnum. Þó er til ein tegund orðsendinga sú, að
ekki er hægt að skýra hana sem fjarhrif frá lifandi mönn-
um, hvorki undirvitund þeirra né vökuvitund. Það eru þær
orðsendingar, sem hvorki fjalla um liðna atburði né þá,
sem eru að gerast, en segja fyrir atburði, sem eiga eftir að
koma fram . . .
Ég ætla að segja frá einu slíku atviki:
Fyrir nokkrum árum vann hjá mér stúlka, sem hafði
ágæta hæfileika, en erfiða skapsmuni og var auk þess
ekki hraust. Hún var orðin svo erfið í starfi, að í janúar-
mánuði var ég mikið að hugsa um að segja henni upp
atvinnunni. Þá skrifaði Júlía með hendi minni: „Vertu
þolinmóður við E. M.; hún verður komin yfir í okkar
heim áður en árið er liðið“. Mér brá mikið við þetta. Það
var vissulega engin ástæða til að ætla, að dauðinn væri