Morgunn - 01.06.1957, Blaðsíða 76
70
MORGUNN
mannkynsins. Hin hóflausa staðhæfing, að kristindómur-
inn sé hin eina algera trú, 'hefir leitt menn og leiðir þá
þrásinnis enn í þá villu, að skoða hann öllum öðrum trúar-
brögðum óviðkomandi og óskyldan. Engin trúarhugmynd,
engin guðsþjónustu- eða sakramentisathöfn, og ekkert
skipulag er til í kristindóminum, allt til hinna miklu meg-
inhugtaka og verðmæta, að ekki finnist hliðstæður í öðr-
um trúarbrögðum. Trúin á hina innri þrenningu í veru
Guðs, þrenningarlærdómurinn, kenningin um holdtekjuna,
meyjarfæðingu guðssonarins, staðgönguþjáningu guðend-
urlausnarans, innblástur hinna helgu ritninga, trúin á
endurlausn fyrir náð Guðs eina, fyrirgefningu syndanna,
bænina sem verk Guðs anda, hið tvöfalda kærleikaboðorð
um elsku til Guðs og manna, krafan um elsku til óvinanna
og kenningin um, að þjónustan við hjálparþurfa sé þjón-
usta við Guð, ekkert af þessu öllu er einkaeign eða sér-
eign kristindómsins, allt er þetta einnig til í öðrum hinna
æðri trúarbragða.
Tvö dæmi nægja til að sýna fram á hina furðulegu sam-
hljóðan kristins og heiðins dóms:
Þegar fyrstu jesúítatrúboðarnir komu austur til Japans
og kynntust þar amida-búddhadómi, sem fundið hefir full-
komnustu tjáning sína í shinran shonin átrúnaði, skrif-
uðu þeir, fullir skelfingar, páfanum, að lúterska villutrú-
in væri komin alla leið austur til Japans. Á hinn bóginn
lýsti einn af guðfræðiprófessorum búddhadóms í Japan
yfir því, að hann hvetti nemendur sína til námsfara til
Þýzkalands til þess að kynnast kenningum Lúters, því að
hann væri „Shinran Vesturlanda". Vissulega er hinn
japanski amida-búddhadómur hrein lúterska í búningi
búddhadóms. Hann kennir, að menn frelsist fyrir trú og
öðlist sáluhjálp fyrir náð Búddha eina. Að ekkert góð-
verk frelsi manninn, heldur aðeins hin skilyrðislausa trú
á þá miklu hjálpræðisstaðreynd, að fyrr en sögur hófust
vann Búddha það heit, að endurleysa allar verur. Játning
aldraðrar, japanskrar búddhatrúarkonu er á þessa leið: