Morgunn - 01.06.1957, Blaðsíða 87
MORGUNN 81
dóm sem líkt því eins hættulega andstæðinga sem kristnu
kirkjurnar í Kína.
Við þessar staðhæfingar er samstundis skylt að bæta
við því, að að hinu leytinu hefir allur þorri kristinna
manna mikið af ýmsum öðrum trúarbrögðum að læra.
Framar öllu öðru á þetta við um þá kenning, að alls stað-
ar hafi Guð veitt mönnum opinberun um sig. Sú kenn-
ing hefir fætt af sér það mikla umburðarlyndi gagnvart
öðrum trúarbrögðum, sem hvað ljósast vei-ður fyrir oss í
búddhadómi, hindúisma og súfisma. Naumast mun til feg-
urri líkingarmynd af alls staðar starfandi opinberun Guðs
í heiminum, á öllum stöðum, á öllum öldum, en þessi lík-
ingarmynd mahayanabúddistanna: „Eins og glitrandi
skin mánans endurspeglast á öllum vötnum, óhreinum regn-
pollum, kristallstærum fjallavötnum og hinu endalausa
úthafi, þannig hefir „hjarta hinnar miklu miskunnsemi“
opinberað sig í öllum trúarbrögðum, hinum lægstu og hin-
um æðstu“. Og er nokkurs staðar til háleitara dæmi trú-
arlegs umburðarlyndis en í svonefndri fjallatilskipan
Ashoka konungs, hins merkilega og máttuga stuðnings-
manns búddhadóms á Indlandi, en þar segir: Sá, sem
vegsamar önnur trúarbrögð, styður trúarbrögð sín, en sá,
sem óvirðir annarra manna trú til þess að upphefja sína
trú, hann óvirðir sinn eigin átrúnað?
Aðrir yfirburðir búddhadóms og hindúisma fram yfir
kristindóminn eru þeir, að hafa stöðugt getað tekið við
og samlagað trúarkenningum sínum nýjar og nýjar heims-
myndunarkenningar, svo að nú eru þessi austrænu trúar-
brögð í miklu meira samræmi við nútíma heimsmyndunar-
skoðanir og vísindalegar niðurstöður stjarnfræðinnar en
heimsmynd Biblíunnar, sem gerir þessa litlu jörð vora
með hennar stutta æviskeiði að miðpúnkti allrar tilver-
unnar.
Þriðju yfirburðir hinna austrænu trúarbragða eru þeir,
að þar er friðun dýranna og kærleikurinn til þeirra skyldu-
boð til allra manna, en ekki aðeins sérkenni fárra heilagra
6