Morgunn - 01.06.1957, Blaðsíða 70
64
MOEGUNN
vegna víðáttu og dýptar trúarhugtakanna, væri kristin-
dómurinn öðrum trúarbrögðum tvímælalaust æðri, svo að
þar væri oft réttmætara að tala um eðlismun en stigmun.
Henn bendir á þá áherzlu, sem kristindómurinn leggi á
sjálfsgjöf guðdómsins og starf, sem mjög sé framandi
æðri dulúð, mystík, annarra trúarbragða. Samt kvaðst
Söderblom sannfærður um, að „iðkun trúarbragðasögunn-
ar muni leiða til einingar, þar sem allt hið lífræna og
hæfa í trúarbrögðunum nái rétti sínum, og að til þess-
arar einingar muni æðstu trúarbrögðin utan kristindóms-
ins leggja hvert sinn skerf, einkum heimspeki Indverja
og búddhadómur“.
Þriðji merkisberi samanburðartrúarbragðafræðinnar í
heimi mótmælenda var Marburg-guðfræðingurinn frægi,
Rudolf Otto, látinn árið 1937. Einnig hann lítur á
sögu trúarbragðanna sem sögu guðlegrar opinberunar
og segir, að trúarbragðasagan sem vísindagrein hafi nú
þegar haft mikil áhrif á kristindóminn og sýnt mönn-
um andlegar víðáttur, sem áður voru ekki kunnar. Einnig
Otto, sem frægastur varð af túlkun sinni á hugtakinu:
hið heilaga, er sannfærður um, að kristindómurinn sé há-
mark trúarbragðaþróunar á jörðu. Hann er sannfærður
um, að „ekki vegna sinna margvíslegu, vafasömu fyrir-
bæra, heldur vegna síns göfuga, sérstæða innihalds, hafi
sérkenni kristindómsins yfirburði fram yfir sérkenni allra
annarra trúarbragða. Ekki á sama hátt og sannleikurinn
hafi yfirburði yfir lygina, heldur eins og Plató hafi yfii'-
burði yfir Aristóteles, ekki eins og herrann hafi yfir-
burði yfir þrælinn, heldur eins og frumburðurinn hafi
yfirburði fram yfir yngri bræður sína“. Rudolf Otto vænt-
ir þess tíma, að hin miklu, gagnkvæmu samskipti trúar-
bragðanna eigi sér stað, oghann segir: „Hin mikla örlaga-
glíma hlýtur að vera í nánd. E. t. v. getur hún þá fyrst
átt sér stað, þegar kyrrð er komin yfir stjórnmála- og
þjóðmálabaráttuna í heiminum . . . Þá mun renna upp
.stærsta og fegursta stundin í mannkynssögunni. Þá eiga