Morgunn


Morgunn - 01.06.1957, Blaðsíða 63

Morgunn - 01.06.1957, Blaðsíða 63
MORGUNN 57 og heiðingjar, klofningsmenn lúterskir innan kirkjunnar og villutrúarmenn, yrðu dæmdir til eilífra vítiskvala, ef þeir sneru sér ekki fyrir andlátið og leituðu í faðm hinn- ar sönnu rómversku kirkju. * * * Þannig hefir páfakirkjan þrásinnir afneitað og óvirt það, sem vitrustu kirkjufeðurnir kenndu um heiðnu trú- arbrögðin og afstöðu kristindómsins til þeirra. Afstaða mótmælendakirknanna til ekki-kristnu trúarbragðanna hefir einnig verið tvíþætt, ýmist jákvæð eða neikvæð. Hin neikvæða afstaða, sem mjög hefir einkennt lútersku kirkjuna, á rætur sínar fyrst og fremst í því, hve ríka áherzlu Lúter sjálfur lagði á erfðasyndina. Vegna þess að manneðlið er, samkvæmt lúterskum rétttrúnaði, gerspillt eftir syndafallið, er mannleg skynsemi jafnvel svipt mögu- leikunum til náttúrlegrar guðsþekkingar. Að maðurinn þykist eiga slíka guðsþekkingu, sýnir hroka hans, og ann- að ekki. Lúter leit á heiðnu trúarbrögðin að nokkru leyti sem skynsemistrú og að öðru leyti sem verkatrú. En hvort tveggja hlaut hann að líta á sem æpandi ósamræmi við fagnaðarboðskapinn um guðlega náð. Hann sagði: „Utan kristindómsins er hvergi um nokkra kenningu að ræða, sem leiði til sáluhjálpar. Þar er ekkert annað en myrkur og einskær nótt“. Þótt heiðingjarnir trúi á til- veru Guðs, vita þeir ekkert um afstöðu Guðs til mann- anna og eru þess vegna „undir eilífri reiði og fyrirdæm- ingu“. „Utan kristindómsins, þar sem ekki er um fagn- aðarerindið að ræða, getur heldur ekki verið um heilag- leika að ræða og þar er enga fyrirgefningu syndanna að finna“, sagði Lúter. Jafnvel allt 'hið göfuga og stóra í heiðingdóminum var honum andstyggð, og hann leit á hina miklu, grísku heimspekinga sem „guðvana heiðingja“, einkum þó Aristóteles, sem hann nefndi „hinn blinda, heiðna meistara, sem með sinni daunillu heimspeki hefði leitt marga beztu kristna menn í villu og blekkt þá“. „Þótt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.