Morgunn - 01.06.1957, Blaðsíða 67
MORGUNN 61
andi trúarbragða, en þrá sín leitaði lands, þar sem hvorki
væru Gyðingar né kristnir menn.
Þrjá menn 'hins ekki-kristna heims töldu fræðimenn
upplýsingartímabilsins í sérstökum mæli kyndilbera guð-
legs sannleika. í fyrsta dagi Sókrates, sem hinir fornu
kirkjufeður höfðu ævalöngu fyrr litið á sem „typus
Christi". í öðru lagi kínverska spekinginn Konfutse, sem
jesúítatrúboðar þar eystra höfðu vegsamað háum tónum
og þeir Leibnitz, Voltaire og Wolff höfðu ekki talið sig
eiga nógu sterk orð til að lofa. Og í þriðja lagi Múhameð,
sem skynsemistrúarmenn 19. aldarinnar töldu hafa flutt
heiminum aftur hina náttúrlegu trú, og kenningu hans
hina skynsamlegustu við hlið kristindómsins.
Þótt guðfræðingar 19. aldarinnar, þeir Herder og
Schleiermacher afneituðu ýmsum kenningum skynsemis-
trúarmanna, voru þeir þeim sammála um, að eining væri
auðsæ aðbaki allra trúarbragða, auðsæ eining að baki fjöl-
breytninnar. Fáar tilvitnanir nægja: „Hvarvetna ilma hin
heilögu, skínandi blóm“. „Á öllum öldum, með öllum þjóð-
um lifir 'hin raunverulega trú“. „Sú krafa að vilja vera
ein allsráðandi meðal mannkynsins, ber vott um ríka hneigð
til harðstjórnar, sem sannur kristindómur hlýtur að hafa
andstyggð á“. „Eins og ekkert er trúnni ósamboðnara en
það, að ætla sér að móta alla menn í einni mynd, svo er
ekkert ókristilegra en það, að ætla öllum mönnum sömu
trúarskoðanir“.
Heimspeki 19. aldarinnar sá betur en áður hafði verið
séð hið sögulega samhengi í menningunni, og hún sá þá
einnig samhengið í heiðnum dómi og kristinni trú í nýju
ljósi. Schelling sagði að heiðingdómurinn væri villtur gróð-
ur hinnar náttúrlegu trúar, kristindómurinn yfirnáttúr-
leg, andleg trú. Kristur 'hafi þegar verið starfandi í heiðnu
trúarbrögðunum. Hann, sem síðar gerðist maður, hafi áður
flutt heiðingjunum ljós.
Miklu hlutlægari er kenning Hegels um þróun trúar-
bragðanna. Hann hélt fram þriggja stiga þróun frá nátt-