Morgunn - 01.06.1957, Blaðsíða 89
MORGUNN
83
mikil hvatning' til að leggja stund á líknarstörf og þjóð-
félagslegt umbótarstarf, sem áður var óþekkt í þeim
löndum.
Annar ávinningurinn af samskiptum trúarbragðanna
yrði sá, að þau fengju auðgað hvert annað trúarverðmæt-
um sínum. Aðeins smáhópa hinnar geysifjölmennu ind-
versku þjóðar hefir kristna trúboðið þar í landi unnið
fyrir kristna trú eftir allan þennan tíma og 'hinn geysi-
lega kostnað, en það hefir gert annað, það hefir orðið til
þess, að 'hinn sögulegi Jesús, sem fyrirmynd að guðssam-
félagi og siðrænu lífi, hefir haft stórkostleg áhrif á and-
legt líf Indverja nútímans. Stórfelldasta dæmi þess var
Mahatma Gandhi, sem tók ekki kristna trú, en þreyttist
aldrei á að endurtaka, hve mikið hann ætti fjallræðunni
og Ntm. að þakka.
jÞriðfji ávinningurinn og sá stærsti yrði samtenging,
synthese, kristindómsins og hinna trúarbragðanna. JEins
og kristindómurinn er orðinn til fyrir synthese, sam-
tengingu, ýmissa trúarbragða og þróun hans hefir síðan
orðið fyrir stöðuga tengingu við verðmæti annarra trúar-
bragða, svo mun einnig framtíðamynd hans mótast af
slíkri synthese. Myndir hennar munu verða margar,
og ein þeirra sú, að í heiðingjalöndunum munu koma
fram þarlendar, en ekki evrópskar, kristnar kirkjur, sem
standa munu föstum fótum á grundvelli fagnaðarerindis-
ins, en 'halda jafnhliða tryggð við margs konar gamlan
trúararf, sérstaklega við verðmæta, þarlenda, trúarlega
list. Þannig eru nú austur þar að rísa af grunni margar
kristnar kirkjur, byggðar að öllu leyti í sama stíl og hin
gömlu guðshús og musteri þjóðanna þar eystra. Enn þýð-
ingarmeira verður þó, að halda sambandinu við hinn
gamla trúar- og heimspekiarf feðranna, en undir merkj-
um Krists. Þetta verður í fyrsta lagi gert með því, að
skýra hinn kristilega trúararf við ljós hinnar kínversku
og indversku heimspeki, í öðru lagi með því að nota að-
ferðir hinnar búddhísku og hindúísku yogatækni í iðkun
L