Morgunn - 01.06.1957, Blaðsíða 93
Mál Anastasiu Pereliguine
★
,,Andahögg“ í borði þykja ekki sérlega merkileg sem
sönnunargögn fyrir framhaldslífi. Þó er hér dæmi, sem
sýnir, að algild er sú regla ekki. Hér sýnist greinilega vera
um að ræða sjálfsvitandi viðleitni nýlátinnar konu til að
sanna sig. Og staðfesting fékkst á því, sem „andahöggin“
gáfu til kynna.
18. nóvember 1887 var haldinn tilraunafundur, einn af
mörgum, sem flestir voru merkilegir, í heimili rússneska
aðalsmannsins M. A. Nartzeffs í Tambof. Tilraunamenn
voru: Narzeff, frú Slepzof frænka hans, frú Ivanof ráðs-
kona og M. N. Touloucheff borgarlæknirinn í Tambof. í
skýslusafni Brezka sálarrannsóknafélagsins segir þannig
frá:
„Fundurinn hófst kl. 10 síðdegis. Borð var haft á miðju
gólfi. Náttljós logaði á arinhyllunni, og öllum dyrum var
vandlega lokað. Hver tilraunamanna hafði vinstri hönd
sína ofan á hægri hendi þess næsta og hver fótur snerti
fót þess næsta, svo að fundarmenn vissu um hver annars
hendur og fætur allan fundinn á enda. Sterk högg fóru að
heyrast í gólfinu og síðan í vegg og lofti, og því næst
heyrðust höggin í miðju borðinu, þung eins og hnefahögg,
svo þung, að stundum lék borðið á reiðiskjálfi.
Hr. Nartzeff spurði: „Getur þú svarað skynsamlega og
látið þrjú högg merkja „já“, og eitt högg merkja „nei“?“
Þá var svarað með þrem höggum: „Já“. „Viltu nota staf-
rófi?“ Svarað var: „Já“. „Stafaðu þá nafnið þitt“. — Nú
las hr. Nartzeff stafrófið, en þrjú högg komu í borðið,
þegar sá stafur var lesinn, sem átti að koma í orðið, sem
ósýnilegi gesturinn vildi rita. Þannig fengu þau nafnið
»Anastasie Pereliguine“. Hr. Nartzeff spurði: „Ég bið þig
að segja til hvers þú ert komin hingað, og 'hvers þú óskar“.