Morgunn - 01.06.1957, Blaðsíða 90
84
MORGUNN
guðssamfélagsins, í þriðja lagi með því, að snúa hinum
gömlu og verðmætu lofsöngvum Austurlanda í kristinn
lofsöng, og í fjórða lagi með því, að láta Austurlandamenn.
sem kristni vilja taka, halda áfram að nota sín gömlu
helgirit sem sín gömlu testamenti og kenna þeim þannig
að líta á sinn gamla, austræna trúarheim sem forskóla til
Krists.
Með þessum hætti getur komið upp í Austurlöndum þar-
lendur kristindómur, sem er gersamlega „kristósentrísk-
ur“, hefir Krist gersamlega að þungamiðju, en stendur
samtímis djúpum rótum í arfleifð hinna austrænu hjálp-
ræðistrúarbragða. Sá kristindómur bæri ekki evrópskan
búning, en játendum hans yrði Kristur fullkomnari allrar
hinnar forkristilegu trúspeki og um leið Logos Jóhannes-
arguðspjalls, Kristsandinn, sem fyrir fæðing sína til jarð-
arinnar lét ljósgeisla sína falla á alla heiðna guðsmenn
fyrri alda.
Samstarf fulltrúa frá ýmsum trúarbrögðum hefir hvað
eftir annað verið reynt, með góðum árangri, en einkum
ætti að vera sjálfsagt samstarf höfuðtrúarbragðanna um
hin miklu vandamál mannkynsins. Sú sannfæring, að opin-
berun Guðs sé að finna í öllum trúarbrögðum, myndar hinn
rétta grundvöll að slíku samstarfi. Eins og kristindómur-
inn gerir, svo boða öll önnur æðri trúarbrögð, taoismus,
hindúismus, búddhadómur, zóróastertrú, gyðingdómur og
íslam — hvert á sinn hátt — bræðralag allra manna, og
berjast fyrir sannleika, réttlæti og kærleika. Þessi sam-
eiginlegi grundvöllur gerir samvinnu trúarbragðanna um
þjóðfélagsleg, uppeldisleg og stjórnarfarsleg vandamál
ekki aðeins mögulega, heldur sjálfsagða. Rudolf Otto, sem
allra manna bezt þekkti indversku trúarbrögðin, stofnaði
til bandalags um þessi efni. Markmiðið átti engan veginn
að vera það, að stefna að einni allsherjai’trúarbragðasam-
suðu, sem þurrka myndi út sérkenni hinna' ýmsu trúar-
bragða, heldur andleg samskipti og samvinna úr öllum átt-