Morgunn - 01.06.1957, Blaðsíða 34
28
MORGUNN
Hjálp frá guðlegum veruleika
Kristinn maður, sem ber skylda virðingu fyrir öllum
sönnum trúarlegum staðreyndum, án þess að leggja inn í
þær allar jarðneskan skynsemiskilning, getur leyft sér að
hugsa á þessa leið:
Svo hjartahreinir og einlægir menn, sem þeir, er hér
hafa verið nefndir, beina allri orku sinni að því að nálg-
ast Guð og andlegan heim. Hví skyldu þeir ekki njóta
hjálpar frá þessum andlega og guðlega veruleika? Hví
skyldu þeir ekki geta fengið svar í mynd dulskynjana,
sem samsvara hugmyndum þeirra og skilningi ? Og þá er
heldur ekki hægt að segja, að vitranir þeirra séu alger-
lega huglægar, komi algerlega að innan frá sjálfum þeim,
eins og nútímasálgreinendur myndu vilja staðhæfa. Ef
til eru andar, sem raunverulega er hægt að verða var við,
þá eru einnig til englar og andleg alheimsöfl. Og hví
skyldi ekki andlegur maður geta skynjað þessi öfl í mynd,
sem hann fær skilið?
AnnaS vandamáliö í þessum efnum liggur á sviði geð-
sjúkdómafræðinnar. Það má setja fram í þessum orðum:
huglæg sönnunargögn fyrir dularreynslunni verða ekki
notuð sem mælikvarði til að greina á milli sannra vitrana
og skynvilla eða ofskynjana.
Geðsjúkdómafræðingurinn dr. Jean Lhermitte er fé-
lagi í Franska Læknafélaginu og heiðursdoktor háskólans
í Zúrich. Hann er kaþólskrar trúar og samstarfsmaður
Jesúítamunksins föður Bruno, sem er lærdómsmaður mik-
ill í dulhyggju. 1 bók sinni, Dulsinnar og ósannir dul-
sinnar, ritar hann einn kaflann um mental automatisms
sem orsök taugasjúkdóma. Hann sýnir fram á, að í slík-
um automatisms, sem einnig má kalla persónuklofningu,
eru sjúkdómseinkennin hin sömu og einkenni manns, sem
fær vitrun: maðurinn skynjar þá nærveru einhverrar
annarrar veru, á óvænt samtöl við þessa veru, verður
ýmist fyrir góðvild eða illvilja þessarar veru, sem hann