Morgunn - 01.06.1957, Blaðsíða 91
MORGUNN 85
um um lausn vandamála mannkynsins á gi’undvelli gagn-
kvæmrar virðingar og kærleika.
Gagnkvæm samskipti hinna æðri trúarbragða myndu
fæða af sér samstarf í mörgum myndum og þau myndu
leiða til nýrrar víðsýnnar og frjálslegrar afstöðu trúar-
bragðanna, hvors til annars. Á nauðsyn þessa leggur skáld-
spekingurinn Panmvitz þunga áherzlu, en hugmyndin er
engan veginn ný.
Nestórísku kristinboðarnir, sem fóru til Kína á 7. öld,
þekktu hana, og þúsund árum síðar, á 17. öld, fannst fag-
urt minnismerki um starf þeirra þar eystra, Hsi-an-fu-
steinninn. Þar gefur að lesa áletrun á sýrlenzku og kín-
versku, en merkust eru helgitáknin, sem á steininn eru
höggvin: dreki konfúsíusarsinna, hin hvítu ský taóismans,
sem múhameðsmenn í Kína hafa raunar einnig gert að
tákni sínu, blómsveigur búddhamanna, perlan, sem hvort
tveggja táknar lögmál Búddha og sigurlaun kristinna
blóðvotta, öll þessi heilögu höfuðtákn mynda á steininum
sveig utan um kross Krists. Táknmál steinsins þýðir hinn
víðsýni Kína-trúboði Karl Ludvig Reichelt á þessa leið:
„öll trúkerfi Kína munu finna lausnarorð sitt og full-
komnun í trúarbrögðum krossins. Kristur á að verða allt
í öllu“.
En Kristur er ekki trúfræðilegt hugtak. Hann er ímynd
þess Guðs, sem alls staðar hefir opinberað sig og er sól
alheimsins. Hann er Logqs, orðið, sem var frá eilífð og
upplýsir hvern mann. Sjálfur sagði hann: „Ég er ekki
kominn til þess að brjóta niður lögmálið og spámennina,
— heldur til þess að fullkomna“.
En ekki aðeins til að fullkomna lögmál og spámenn
Gltm., heldur einnig lögmál og spámenn heiðingjanna. Og
þá fyrst, er hann hefir fullkomnað það allt, verður „Guð
allt og í öllu“.