Morgunn - 01.06.1957, Blaðsíða 86
80
MORGUNN
leika til vaxtar og þróunar. Sannfæringin um, að kirkj-
an eigi að geta vaxið langar leiðir fram úr frumkristn-
inni, fékk volduga tjáning í spádómi Jóakims frá Fiore,
f. 1145, um hina komandi „kirkju andans“, sem hann
spáði að leysa mundi af hólmi hina ytri lögbundnu presta-
veldisstofnun og ekki aðeins sameina klofnar kirkjudeild-
ir, heldur mannkynið allt. Þessi spádómur hafði geysi-
leg áhrif á menn á síðari hluta miðalda og á siðbótar-
"tímunum, og hafði síðar mikil áhrif á þá Lessing og
Sohelling.
Að lokum hafa, eins og Schleiermacher benti á, engin
hinna hátrúarbragðanna annan eins hæfileika til sjálfs-
gagnrýni og kristindómurinn. Innan hans hafa alltaf ver-
ið að koma fram nýjar og nýjar siðbótarhreyfingar, sem
ýmist hafa beinzt að endurnýjun gömlu kirknanna eða
brotizt fram í stofnun nýrra sérkirkna. Ein grein þess-
arar ströngu sjálfsgagnrýni er hin vísindalega og guð-
fræðilega gagnrýni á uppruna Biblíunnar og kirkjunnar.
Einmitt biblíugagnrýnin, sem hinn kirkjulegi rétttrúnað-
ur hefir ævinlega barizt gegn og reynt að bæla niður, er
einn af yfirburðum kristindómsins fram yfir önnur trú-
arbrögð. Fyrst nú á síðustu tímum eru guðfræðingar
annarra trúarbragða hikandi og hálfhræddir að byrja að
þora að rannsaka fræðilega helgirit sín og sögu þeirra.
Þrátt fyrir alla viðleitni kirkjuvaldsins til að bæla niður
frjálsa rannsókn og sannleiksleit innan guðfræðivísind-
anna, ber hina hiklausu kristnu biblíugagnrýni langsam-
lega hátt yfir allt slíkt, sem innan annarra trúarbragða
þekkist.
öll þessi sérkenni sanna yfirburði kristindómsins og
enn það, hve sterka mótstöðu kristindómurinn hefir veitt
róttækum heimsskoðunum, sem fjandsamlegar hafa verið
trúarbrögðunum, og mjög hefir verið haldið á lofti í
einræðis- og alræðisríkjum, eins og nú hefir á þessum
dögum sýnt sig ljóslega í Kína. Kommúnistarnir í Kína
líta ekki á heimatrúarbrögðin, konfúsíanisma og búddha-