Morgunn - 01.06.1957, Blaðsíða 53
MORGUNN
47
Meðan á þessu stóð fann ég ekki til minnsta kvíða eða
óróleika um 'hag minn eða framtíðarörlög, ég var alger-
lega hlutlaus varðandi rás viðburðanna. Ég heyrði sam-
tal læknanna greinilega, en mér þótti kynlegt, að ég virt-
ist fyrr skynja hugsanir þeirra en orðin, þau virtust vera
eins og bergmál af hugsunum þeirra. Ég heyrði, að þeir
voru að tala um mann, sem við allir þekkjum, húsið hans,
sem hann vildi selja, hvað hann myndi fá fyrir það. Hann
vildi fá 3500 fyrir það, heyrði ég að dr. Bender sagði.
Hann fær það aldrei, heyrði ég að dr. Johnson sagði. Ég
horfði inn í munninn á jarðneskum líkama mínum og sá
að tannlæknirinn 'hafði skilið eftir eina framtönnina í
neðri skoltinum. Dr. Bender benti á hana og sagði: „Hvað
um þessa?“ Dr. Johnson var dálítið langorður í svari sínu
og áður en hann hafði lokið máli sínu, sá ég að veruleg-
um kvíðasvip brá fyrir í andliti dr. Benders, er hann horfði
á líkama minn á borðinu. Ég heyrði að hann sagði: „Það
lítur út fyrir að hann hafi þegar fengið nóg“.
Andardrátturinn minn hlýtur að hafa stöðvast, því að
nú var ljóst, að læknirinn var orðinn verulega áhyggju-
fullur, ég heyrði að hann kallaði: „Andaðu, andaðu!“ Ein-
hvern veginn, án þess að mér sé unnt að skýra hvernig,
tókst mér að láta brjóstið lyftast á líkamanum, þó að ég
stæði fyrir utan hann, við hliðina á sjálfum mér, jarð-
neskum líkama mínum.
Ég veitti nú blálituðu ether-flöskunni athygli, sem ég sá
standa bak við borðið, er líkami minn lá á, og sá að næsta
lítið var orðið eftir í 'henni. Svo var að sjá, að þeim virt-
ist að ég hefði fengið talsvert stóran skammt . . . Rétt í
þessu sagði konan við hlið mér (andaveran): Þú verður
að hverfa til baka undir eins, það er að segja, ef þú kemst
það. Við getum ekki hjálpað þér, þú verður að brjótast
til baka af eigin rammleik.
Til vinstri 'handar við mig skein bjart ljós, en hægra
ftiegin við mig sá ég dimman gang, sem virtist myndast
af skuggum, sem virtust stöðugt snúast um sjálfa sig.