Morgunn


Morgunn - 01.06.1957, Side 53

Morgunn - 01.06.1957, Side 53
MORGUNN 47 Meðan á þessu stóð fann ég ekki til minnsta kvíða eða óróleika um 'hag minn eða framtíðarörlög, ég var alger- lega hlutlaus varðandi rás viðburðanna. Ég heyrði sam- tal læknanna greinilega, en mér þótti kynlegt, að ég virt- ist fyrr skynja hugsanir þeirra en orðin, þau virtust vera eins og bergmál af hugsunum þeirra. Ég heyrði, að þeir voru að tala um mann, sem við allir þekkjum, húsið hans, sem hann vildi selja, hvað hann myndi fá fyrir það. Hann vildi fá 3500 fyrir það, heyrði ég að dr. Bender sagði. Hann fær það aldrei, heyrði ég að dr. Johnson sagði. Ég horfði inn í munninn á jarðneskum líkama mínum og sá að tannlæknirinn 'hafði skilið eftir eina framtönnina í neðri skoltinum. Dr. Bender benti á hana og sagði: „Hvað um þessa?“ Dr. Johnson var dálítið langorður í svari sínu og áður en hann hafði lokið máli sínu, sá ég að veruleg- um kvíðasvip brá fyrir í andliti dr. Benders, er hann horfði á líkama minn á borðinu. Ég heyrði að hann sagði: „Það lítur út fyrir að hann hafi þegar fengið nóg“. Andardrátturinn minn hlýtur að hafa stöðvast, því að nú var ljóst, að læknirinn var orðinn verulega áhyggju- fullur, ég heyrði að hann kallaði: „Andaðu, andaðu!“ Ein- hvern veginn, án þess að mér sé unnt að skýra hvernig, tókst mér að láta brjóstið lyftast á líkamanum, þó að ég stæði fyrir utan hann, við hliðina á sjálfum mér, jarð- neskum líkama mínum. Ég veitti nú blálituðu ether-flöskunni athygli, sem ég sá standa bak við borðið, er líkami minn lá á, og sá að næsta lítið var orðið eftir í 'henni. Svo var að sjá, að þeim virt- ist að ég hefði fengið talsvert stóran skammt . . . Rétt í þessu sagði konan við hlið mér (andaveran): Þú verður að hverfa til baka undir eins, það er að segja, ef þú kemst það. Við getum ekki hjálpað þér, þú verður að brjótast til baka af eigin rammleik. Til vinstri 'handar við mig skein bjart ljós, en hægra ftiegin við mig sá ég dimman gang, sem virtist myndast af skuggum, sem virtust stöðugt snúast um sjálfa sig.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.