Morgunn - 01.06.1957, Blaðsíða 9
MORGUNN
3
mótaðar af hinum miklu trúarleiðtogum þeirra, sjámönn-
um og guðsmönnum. Fjarri fer því, að svo sé. Trúarhug-
myndir Gyðinga eru engan vegin allar séreign þeirra,
heldur eru fjölmargar þeirra fengnar að láni hjá öðrum
þjóðum. Svo er um hugmyndir þeirra um lífið eftir
dauðann.
Lengi vel trúðu Gyðingar ekki á framhaldslíf eftir lík-
amsdauðann. En á herleiðingarárunum, meðan þjóðin var
í herleiðingunni austur í Babýlon, lærðu þeir af hinum
persneska átrúnaði að trúa á líf eftir dauðann. Sú trú
Gyðinga er þannig að rótinni til persneskur, „heiðinn",
arfur. Það út af fyrir er lærdómsríkt dæmi þess, hve hin
ýmislegu trúarbrögð hafa auðgað hvert annað í aldanna
rás, og hve margt það, sem margir hyggja frumlegt hjá
einni þjóð, er fengið sem gjöf frá annarri.
í byrjun trúðu Gyðingar því alls ekki, að allir menn
ættu að rísa upp, heldur aðeins þeir, sem ekki hefðu borið
það úr býtum af lífinu, sem þeir höfðu verðskuldað. T. d.
var því trúað, að góðir menn, sem búið hefðu við góð lífs-
kjör, væru búnir að taka út það, sem þeir hefðu átt inni
hjá Guði, og þess vegna biði þeirra ekkert annað líf, að
lokinni jarðvist. Á herleiðingarárunum austur í Babýlon
höfðu margir Gyðingar aðhyllzt þessa trú, og hér var um
hina fornpersnesku trú á upprisu holdsins að ræða. Á
efsta degi áttu menn að rísa upp í sama líkama, sem þeir
hefðu lifað í öldum og árþúsundum fyrr.
Upprisutrú Gyðinga varð raunar andlegri síðar, en trúna
á upprisu holdsins höfðu menn tekið í arf frá feðrum sín-
um og feðurnir aftur frá Persatrú.
Aldir liðu og þegar nálgast fer upphaf kristindómsins
og fæðingu Jesú, fara mikil áhrif að berast inn í Gyð-
ingdóminn frá grískri menningu, forngrískum hugmynda-
heimi. 1 grísku spekinni voru ríkar hugmyndir um annað
líf, en æði ólíkar hugmyndunum persnesku, sem áhrifa-
ríkar voru orðnar í trú Gyðinga. Einkum var trúin á upp-
risu holdsins Grikkjum hneyksli. Þeir trúðu á ódauðleika