Morgunn


Morgunn - 01.06.1957, Page 9

Morgunn - 01.06.1957, Page 9
MORGUNN 3 mótaðar af hinum miklu trúarleiðtogum þeirra, sjámönn- um og guðsmönnum. Fjarri fer því, að svo sé. Trúarhug- myndir Gyðinga eru engan vegin allar séreign þeirra, heldur eru fjölmargar þeirra fengnar að láni hjá öðrum þjóðum. Svo er um hugmyndir þeirra um lífið eftir dauðann. Lengi vel trúðu Gyðingar ekki á framhaldslíf eftir lík- amsdauðann. En á herleiðingarárunum, meðan þjóðin var í herleiðingunni austur í Babýlon, lærðu þeir af hinum persneska átrúnaði að trúa á líf eftir dauðann. Sú trú Gyðinga er þannig að rótinni til persneskur, „heiðinn", arfur. Það út af fyrir er lærdómsríkt dæmi þess, hve hin ýmislegu trúarbrögð hafa auðgað hvert annað í aldanna rás, og hve margt það, sem margir hyggja frumlegt hjá einni þjóð, er fengið sem gjöf frá annarri. í byrjun trúðu Gyðingar því alls ekki, að allir menn ættu að rísa upp, heldur aðeins þeir, sem ekki hefðu borið það úr býtum af lífinu, sem þeir höfðu verðskuldað. T. d. var því trúað, að góðir menn, sem búið hefðu við góð lífs- kjör, væru búnir að taka út það, sem þeir hefðu átt inni hjá Guði, og þess vegna biði þeirra ekkert annað líf, að lokinni jarðvist. Á herleiðingarárunum austur í Babýlon höfðu margir Gyðingar aðhyllzt þessa trú, og hér var um hina fornpersnesku trú á upprisu holdsins að ræða. Á efsta degi áttu menn að rísa upp í sama líkama, sem þeir hefðu lifað í öldum og árþúsundum fyrr. Upprisutrú Gyðinga varð raunar andlegri síðar, en trúna á upprisu holdsins höfðu menn tekið í arf frá feðrum sín- um og feðurnir aftur frá Persatrú. Aldir liðu og þegar nálgast fer upphaf kristindómsins og fæðingu Jesú, fara mikil áhrif að berast inn í Gyð- ingdóminn frá grískri menningu, forngrískum hugmynda- heimi. 1 grísku spekinni voru ríkar hugmyndir um annað líf, en æði ólíkar hugmyndunum persnesku, sem áhrifa- ríkar voru orðnar í trú Gyðinga. Einkum var trúin á upp- risu holdsins Grikkjum hneyksli. Þeir trúðu á ódauðleika
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.