Morgunn - 01.06.1957, Blaðsíða 71
MORGUNN
65
ekki lengiir allan leik stjórnmálin, hagkerfin, þjóðmálin,
með allri þeirra baráttu, þá standa andspænis hvert öðru
trúarbrögð mannkynsins. Og þegar búið er að heyja á
enda málamyndabaráttuna um goðsagnir, trúfræðilegar
umbúðir, sögulegar tilviljanir og gagnkvæman ófullkom-
leika, þá loks mun glíman komast á það æðra stig, að sér-
hver getur umbúðalaust sagt og hlýtur að segja hið sann-
asta og dýpsta orð, sem hann á, og engin trúarbrögð
verða þá dæmd úr leik, fyrr en þau hafa fengið að segja
sitt dýpsta og síðasta orð“.
* * *
Eins og ég hefi lýst rennur í gegnum báðar, rómversku
kirkjuna og kirkju mótmælenda, langur straumur já-
kvæðrar virðingar fyrir verðmætum hins ekki-kristna
heims. En á þessa arfleifð er þeim mun meiri ástæða til
að benda vegna þess, að hún hefir ekki orðið hin ráðandi
stefna, hvorki í rómversk-kaþólsku kirkjunni né kirkjum
mótmælenda. Hið ráðandi prestaveldi rómversku kirkjunn-
ar og guðfræðin hjá lúterskum mönnum og öðrum mót-
mælendum, sem talið hafa sig rétta túlkendur biblíulegi’-
ar trúar, hafa lagt áherzlu á algeran eðlismun kristinna
og heiðinna trúarbragða.
í heimi mótmælenda hefir lítilsvirðingin á ekki-kristn-
um trúarbrögðum, sem finna má stað bæði hjá Lúter og
Kalvín, fengið margfaldan byr undir vængi frá díalektísku
guðfræðinni, sem tíðast er kennd við Þjóðverjann Karl
Barth. Áhrif hennar hafa náð langar leiðir út fyrir raðir
þeirra manna, sem telja sig beina fylgjendur guðfræði
Barths. Ákveðnustu forvígismenn þessarar guðfræði bann-
syngja öll trúarbrögð utan kristindómsins. I langtum
mildari tón tala þó þeir Emil Brunner og Heinrich Frick.
Hið nýja í viðhorfi þessara manna er það, að þeir setja
heiðnu trúarbrögðin samhliða verkatrú rómversku kirkj-
unnar og vísa hvorutveggja samtímis algerlega á bug.
Hvers konar guðrækni, hvers kona guðræknireynslu manna
5