Morgunn - 01.06.1957, Síða 63
MORGUNN
57
og heiðingjar, klofningsmenn lúterskir innan kirkjunnar
og villutrúarmenn, yrðu dæmdir til eilífra vítiskvala, ef
þeir sneru sér ekki fyrir andlátið og leituðu í faðm hinn-
ar sönnu rómversku kirkju.
* * *
Þannig hefir páfakirkjan þrásinnir afneitað og óvirt
það, sem vitrustu kirkjufeðurnir kenndu um heiðnu trú-
arbrögðin og afstöðu kristindómsins til þeirra. Afstaða
mótmælendakirknanna til ekki-kristnu trúarbragðanna
hefir einnig verið tvíþætt, ýmist jákvæð eða neikvæð.
Hin neikvæða afstaða, sem mjög hefir einkennt lútersku
kirkjuna, á rætur sínar fyrst og fremst í því, hve ríka
áherzlu Lúter sjálfur lagði á erfðasyndina. Vegna þess að
manneðlið er, samkvæmt lúterskum rétttrúnaði, gerspillt
eftir syndafallið, er mannleg skynsemi jafnvel svipt mögu-
leikunum til náttúrlegrar guðsþekkingar. Að maðurinn
þykist eiga slíka guðsþekkingu, sýnir hroka hans, og ann-
að ekki. Lúter leit á heiðnu trúarbrögðin að nokkru leyti
sem skynsemistrú og að öðru leyti sem verkatrú. En
hvort tveggja hlaut hann að líta á sem æpandi ósamræmi
við fagnaðarboðskapinn um guðlega náð. Hann sagði:
„Utan kristindómsins er hvergi um nokkra kenningu að
ræða, sem leiði til sáluhjálpar. Þar er ekkert annað en
myrkur og einskær nótt“. Þótt heiðingjarnir trúi á til-
veru Guðs, vita þeir ekkert um afstöðu Guðs til mann-
anna og eru þess vegna „undir eilífri reiði og fyrirdæm-
ingu“. „Utan kristindómsins, þar sem ekki er um fagn-
aðarerindið að ræða, getur heldur ekki verið um heilag-
leika að ræða og þar er enga fyrirgefningu syndanna að
finna“, sagði Lúter. Jafnvel allt 'hið göfuga og stóra í
heiðingdóminum var honum andstyggð, og hann leit á hina
miklu, grísku heimspekinga sem „guðvana heiðingja“,
einkum þó Aristóteles, sem hann nefndi „hinn blinda,
heiðna meistara, sem með sinni daunillu heimspeki hefði
leitt marga beztu kristna menn í villu og blekkt þá“. „Þótt