Morgunn


Morgunn - 01.06.1957, Page 48

Morgunn - 01.06.1957, Page 48
42 MORGUNN ísinn talsvert í sundur. Hóf Stefán þá máls á því, að fá léðan bát í Eyjum til þess að freista að bjarga skipi sínu og varnaði. Var það mál auðsótt. Fengu þeir félagar lán- aðan léttan og liðlegan bát, sem kallaður var Halldóru- bátur og var eign ráðskonu Lopts. Bjuggust þeir nú vel til farar, með vaði langa og sterka krókstjaka. Gekk þeim sæmilega fram að skipinu og gengu þegar til verks með að bjarga varnaði þeim, sem þeir höfðu látið upp á ís- inn, og þar næst að tengja saman skipið og bátinn. Hugð- ust þeir róa fyrir skipinu til lands. Þótti þeim nú ekki óvænlegt að geta bjargað skipinu og voru í bezta skapi. En skammt höfðu þeir farið, er hafísinn rak aftur sam- an, svo að þeir komust hvergi. Urðu þeir þá neyddir til að ganga slyppir frá báti og skipi. Þeir náðu aftur landi með illslitum að Eyjum, og sögðu sínar farir ósléttar. Þeir fengu enn beztu viðtökur hjá Lopti bónda. Talað- ist þeim svo til, að Stefán skyldi dvelja þar í Eyjum einn eða tvo daga, ef vera kynni að skipin bæri aftur inn í Steingrímsfjörð. Svo varð þó ekki, og hélt Stefán heim að Hrófbergi með félaga sína. Nokkru síðar fór Stefán að heiman áleiðis til Eyja með bát frá sér, er láta skyldi í stað þess, er hann fékk þar lánaðan og tapaðist í ísnum. Á leiðinni til Eyja lenti Stefán í Hafnarhólmi, en þar bjuggu þá foreldrar Guðrúnar, þau Guðbjörg og Jörundur. Höfðu þau barnmargt heimili og stórt, en gestrisni þeirra einstök. Mæltu þau svo til, að enginn mætti fara fram hjá Hafnarhólmi, á sjó eða landi, og þiggja ekki góðgerðir nokkrar. Þáði nú Stefán og menn hans góðar viðtökur í Hafnar- hólmi, eins og aðrir. Ræddi Guðbjörg við Stefán um er- indi hans til Eyja. Sagði Stefán sem var. Guðbjörg kvað Stefán vera fljótan til að bæta bátstapann, enn mætti svo fara að báturinn bjargaðist, þótt ólíklegt þætti. Stefán kvað ekki vonum fyrr að bæta þeim í Eyjum bátstapann, kvað það sér meinlegra, ef aðrir liðu skaða sín vegna. Guðbjörg svaraði þessum andmælum Stefáns með hægð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.