Morgunn


Morgunn - 01.12.1960, Page 5

Morgunn - 01.12.1960, Page 5
( MORGUNN 83 lega aldrei séð, eða af landslagi, sem aldrei hefur borið þeim fyrir augu. En dæmi þess eru vafalaus og mörg. Um það er pólski málaramiðillinn, Marjan Grussewski, hvað merkilegastur. Á tilraunafundum, er hann sat með vinum sínum, er voru spíritistar, þjálfaði hann með sér slíka gáfu. Hann málaði mikinn fjölda hinna ólíkustu and- litsmynda, sem báru sterk sérkenni, og hann málaði þess- ar myndir í kolamyrkri og á örfáum sekúndum. Og auk þess málaði hann undir sterkum transáhrifum í myrkrí myndir, sem báru furðuleg einkenni tveggja kunnra, pólskra málara. 1 Bandaríkjunum rannsakaði dr. James Hyslop gull- smið nokkurn, Fredéric Thompson, sem alveg óvænt og undirbúningslaust tók að mála myndir, sem furðuleg ein- kenni báru ameríska málarans Robert Gifford, sem þá var fyrir sex mánuðum látinn. Nöfn allmargra annarra mætti nefna, þótt ókunn muni vera yður, eins og annan Pól- verja, Augustin Lesage. Um hann segir hinn víðkunni sál- arrannsóknamaður, dr. Eugene Osty, að á miðilsfundi hafi honum verið sagt, að hann væri miðill og að látinn málari ætlaði að stjórna hendi hans. Hann málaði þá þeg- ar geysimikið málverk með margs konar myndum, sem minntu á landslag í öðrum löndum. Próf. Flournoy í Genf, sem mjög lagði stund á rann- sóknir á sálarlífinu, einkum afbrigðilegu sálarlífi, og var andspíritisti, rannsakaði lengi og vandlega — að sínum hætti — Helenu Smith. Hún skrifaði í dásvefni skáld- sögur, sem báru vott um mikið og lifandi hugmyndaflug, og hún teiknaði í þessu ástandi margar myndir biblíu- legs efnis. Hún hafði raunar teiknað eitthvað áður, en að- ferðin, sem hún notaði í dásvefninum, var næsta kynleg: á einn stað á pappírnum eða striganum dró hún auga, því næst annan stað fætur, og innan skamms var myndin fullgerð og af mikilli leikni unnin. Hið víðfræga franska skáld Victorien Sardou, sem var eindreginn spíritisti, hafði aldrei lært að teikna. En á

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.