Morgunn


Morgunn - 01.12.1960, Page 6

Morgunn - 01.12.1960, Page 6
84 MORGUNN miðilsfundum dró hann með ótrúlegum hraða upp merki- legar myndir, er sýndu bæði mikla leikni og hugmynda- flug. Hann var sannfærður um, að hann væri undir áhrif- um ójarðneskra afla, meðan hann teiknaði. Líkt var um franska málarann F. Desmoulins. Við sömu aðstæður mál- aði hann myndir, sem hann fullyrti að ójarðnesk vera stýrði hendi hans til að vinna. Heiian hóp af öðrum mönnum, þýzkum, enskum og frönskum mætti nefna, sem þannig máluðu, en einn hinn kunnasti þeirra var málaramiðillinn Heinrieh Niisslein í Núrnberg. Myndir hans hafa verið fluttar til sýningar borg úr borg og vakið mikla athygli. Hann var fæddur í Núrnberg árið 1879, og var faðir hans lista-gullsmiður. Hann missti föður sinn 7 ára gamall og ólzt upp með móður sinni við þröng kjör. Hann lærði prentiðn, en langaði til að læra að mála. Hann hafði veika sjón, svo að ekki þótti það til- tækilegt að hann málaði. Þegar hann var 47 ára gamall, urðu þáttaskil í lífi hans. Þá sagði glæpasérfræðingurinn og sálarrannsóknamaðurinn Zophy honum frá ósjálfráðri skrift, sem hann hafði ekkert vitað um áður. Hann tók til að reyna sjálfur. Eftir nokkrar misheppnaðar tilraun- ir skrifaði hönd hans nokkur orð og síðar komu fáeinar andlitmyndir. Þá voru honum í ósjálfráðu skriftinni gefn- ar leiðbeiningar, sem hann fór eftir. Honum var sagt að nota fyrst litaða blýanta, síðan olíuliti, honum var kennt nokkuð um litasamsetningar og fjarvíddarteikningar, — allt í ósjálfráðri skrift með eigin hendi hans. Þá tók hann að mála eftir ójarðneskum, ókunnum fyrirmyndum, fagr- ar verur og djöfla, og með slíkum undrahraða, að á ör- fáum mínútum málaði hann heildar myndir. 1 byrjun voru þær fremur viðvaningslegar, en leiknin óx og fyrir- myndirnar urðu háleitari og fegurri. Á 3—4 mínútum málaði hann olíumálverk, sem voru 75x100 cm á stærð. Nússlein málaði aldrei í dásvefni. Hann hélt fullri vit- und og hélt uppi samræðum við vini sína, meðan hann

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.