Morgunn


Morgunn - 01.12.1960, Page 20

Morgunn - 01.12.1960, Page 20
Presturinn og sonur hans ★ I vorhefti tímaritsins Light þessa árs er saga sú birt, sem hér fer á eftir. En einn meginstyrkur þessa elzta tímarrits um sálræn efni á Bretlandi hefur jafnan verið sá, hve vel það vandar heimildir þeirra sálrænu frásagna, er það birtir. Fyrir mörgum árum kom ég í morgunguðsþ.iónustu með altarisgöngu í lítilli sóknarkirkju í Devonhéraði. Ég var gestkomandi á þessum slóðum í fyrsta sinn, staðnæmdist þar aðeins í örfáa daga, og gamli sóknarpresturinn, séra J. E. var mér ókunnur með öllu. Auk þess þekkti ég eng- an mann í sókninni. Meðan ég kraup fyrir altarinu og presturinn útdeildi, beygði hann sig að mér og hvíslaði að mér með nokkurri geðshræringu, að hann bæði mig að aðstoða sig lítilshátt- ar 1 skrúðhúsinu að aflokinni guðsþjónustunni. Þessi beiðni kom mér kynlega, en að sjálfsögðu lét ég að beiðni prestsins. Er ég hafði hjálpað honum, bauð hann mér með sér heim á prestssetrið til morgunverðar. Þar sagði hann mér sorglega sögu af einkasyni sínum, Noel, sem þá var 19 ára gamall. Hann hafði komizt á villigötur, eftir að móð- ir hans andaðist, árinu fyrr. Presturinn sýndi mér mynd hennar á veggnum í skrifstofu sinni og bað mig að hjálpa sér með drenginn sinn. Að morgunverði loknum gekk ég inn í einkaherbergi unga prestssonarins og sá óðara á honum, að hann var alldrukkinn. Skyndilega sá ég móður hans koma til okk- ar í herbergið og ég þekkti hana óðara af myndinni, sem

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.