Morgunn


Morgunn - 01.12.1960, Page 37

Morgunn - 01.12.1960, Page 37
MORGUNN 115 móður sína í mjúkum svefni við skinið af náttlampanum. Nóttin leið á enda og gráleit morgunskíman var að fær- ast upp á himininn. Þá var hann eins og hrifinn mjúkum mætti upp úr svefni. Þegar hann leit upp, sá hann hurð- ina Ijúkast upp og hönd, sem hélt á hvítum klúti, eins og blakta í áttina til sín. Ósjálfrátt hentist hann fram úr rúminu. En honum hafði missýnzt. Hurðin var lokuð að innan, eins og hann hafði gengið frá henni sjálfur, áður en hann fór að sofa. Því nær hugsunarlaust gekk hann upp stigann og upp í sjúkraherbergið. Þar var hljótt. Náttlampinn var brunninn út, og undir dimmum sængurhimninum sá sonurinn í daufu skini aft- ureldingarinnar lík móðurinnar liggja. Þegar hann beygði sig niður til þess að þrýsta upp að vörum sínum andvana hendinni, sem hafði fallið út af rúmstokknum, tók hann um leið um hvíta lclútinn, sem höndin liélt meö krepptum fingrum“. Merkilegar draumfarir „Fyrir nokkrum árum dvöldumst við hjónin í fáeinar vikur á sveitasetri bróður míns. Á daginn reikuðum við um engi og kornakra, eða ókum með börnin inn í skóg- inn. Og þegar við komum heim, beið okkar vel búið te- borð, og að borðinu komu stundum jarðeigendur úr ná- grenninu. Þá var það einhverju sinni, að bróðir minn kvartaði yfir því við nágranna okkar, sem hann var í góðri vináttu við, að í seinni tíð hefði verið að smáhverfa dálítið af ávöxtum úr kornskemmunni, án þess honum hefði tekizt að komast eftir því, hver þjófurinn væri. Þegar þeir höfðu velt fyrir sér öllum möguleikum, sem þeim komu í hug, til að upplýsa þjófnaðinn, sagði ná- granninn, herra B.: „Einu sinni hefir mér orðið að mál- tækinu gamla: „Guð fræðir hinn heimska í svefni“. Og þá sagði hann okkur þessa sögu: „Eins og yður er kunnugt, hafði ég þann sið að læsa

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.