Morgunn


Morgunn - 01.12.1966, Síða 8

Morgunn - 01.12.1966, Síða 8
86 MORGUNN svörum við hinum miklu spurningum lífsins, hver eftir sín- um geðþótta. Enn í dag eru skoðanirnar mjög skiptar, jafn- vel í röðum vísindamannanna, um það grundvallaratriði, hvort maðurinn hafi ódauðlega sál, jafnvel um það, hvort hann hafi nokkra sál, heldur sé allt það, sem við nefnum því nafni, aðeins vissar hliðar á starfi efnislíkamans og þá aðal- lega heilans, sem hverfi með öllu við dauða líkamans. Til þess að nálgast svör við þeim spumingum, sem ég nefndi hér að framan og meginmáli skipta fyrir okkur, virð- ist því jafnframt þurfa að fara aðrar leiðir en leiðir trúar og heimspeki. Til þess þarf að rannsaka miklu betur og rækilegar en hingað til ákveðna þætti í reynslu sjálfra okk- ar og þá hæfileika og orku, sem mannshugurinn raunveru- lega býr yfir. Hingað til hafa vísindin einkum beinzt að rannsókn efnisheimsins utan við manninn og að líkama hans. Og þetta hefur borið mikinn og að mörgu leyti bless- unarríkan árangur. Hitt mun þó sanni næst, að manninum sé allra mest nauðsyn á því að þekkja sjálfan sig, þá ósýni- legu krafta, hæfileika og eigindir, sem í honum búa, og skynja og skilja betur líf sitt, eðli þess, tilgang og takmark. Að þessum viðfangsefnum munu og hljóta vísindin að snúa sér framar öðru í næstu framtíð, enda er það beinlínis lifs- nauðsyn, eins og högum og menningu heimsins er nú hátt- að. Annað getur blátt áfram leitt til fullkominnar eyði- leggingar og útrýmingar mannfólksins á þessari jörð. Þegar við hversdagslega erum að reyna að gera okkur grein fyrir lífi okkar, er einna algengast að líkja því við ferðalag. Þá líkingu heyrum við nær daglega í líkræðum og erfiminningum, og hana er einnig að finna í sálmabókinni okkar. Enda þótt þessi líking sé að mörgu leyti handhæg og góð, er hún þó óljós og ófullnægjandi, þegar betur er að gáð. Augljóst er, að æviferðin er ekki venjulegt ferðalag úr ein- um stað í annan — ekki ferðalag í rúmi og f jarlægð. En er hún þá ekki ferð í tímanum frá æsku til elli, frá vöggu til grafar? Víst má segja svo. En þegar betur er að gáð, er sú ferð eigi að síður harla undarleg og frábrugðin venjulegu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.