Morgunn


Morgunn - 01.12.1966, Qupperneq 15

Morgunn - 01.12.1966, Qupperneq 15
MORGUNN 93 sem allir eru eins að gerð, og fletir þeirra merktir með töl- um, t. d. 1-6. Þegar hjól þetta snýst, fellur úr því einn og einn teningur niður á gólfið, segjum einn á hverri mínútu. Þessa vél setur Rhine af stað í mannlausu herbergi, og end- urteknar tilraunir sýna, að fullkomin hending ræður því, hvaða hlið teninganna kemur upp á gólfinu. Nú endurtekur hann þessa tilraun, en hefur þá mann viðstaddan, sem hann í hvert skipti lætur hugsa sér ákveðna tölu og reyna að beita sálarorku sinni til þess, að hún komi upp. Og það merkilega kemur í ljós, að vissir menn virðast ótvírætt vera gæddir því hugarafli, að sú tala, sem þeir hafa hugsað sér, kemur upp miklu oftar en að þar geti verið um tilviljun að ræða. Þeir iáta blátt áfram þá tölu koma upp á teningnum, sem þeir sjálfir hugsa sér, að vísu ekki alltaf, en oftar miklu en eðlilegt er. Tíminn leyfir því miður ekki, að sagt sé hér frá fleiri tegundum tilrauna dr. Rhine eða annarra frægustu dulsál- fræðinga þessara tima. Segja má, að þær séu enn á byrjun- arstigi, og nái ennþá yfir tiltölulega fá svið þeirra duldu hæfileika, sem með okkur, eða réttara sagt í okkur, búa. Eftir er t. d. að verulegu leyti að rannsaka forvizkuna, þar sem fyrir eru sagðir ókomnir atburðir, og draumalífið, ekki sízt að því er snertir draumvitranir og sálfarir í svefni, þar sem sálin virðist fara úr líkamanum, sjá og skoða fjarlæga staði, og jafnvel vísa þar á týnda hluti eða tapaðan fénað. En um þetta allt er til mikill fjöldi frásagna trúverðugra manna. Þá hafa og þessar dulsálfræðilegu rannsóknir ekki enn- þá beinzt nema að tiltölulega litlu leyti að því, sem Sálar- rannsóknafélögin hafa haft mestan áhuga á, en það er sjálft framlífið eftir dauðann og sambandið á milli þeirra, sem látnir eru og hinna, sem lifa í líkamanum hér á jörð. Þetta kann allmörgum að finnast tilfinnanleg vöntun og galli, og er það í sjálfu sér harla eðlilegt. En - hvað biður síns tíma. Og við nánari athugun sjáum við, að ítarleg rannsókn hinna duldu þátta sálarlífsins og þeirra hæfileika, sem hún á þeg-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.