Morgunn - 01.12.1966, Page 17
MORGUNN 95
kjarna. Er sennilegt, að svo færi, ef framhaldslífið væri
aðeins blekking?
3. Rannsóknir dulsálfræðinga á síðustu árum hafa þeg-
ar sýnt og sannað, ekki aðeins það, að f jarhrif eiga sér stað,
það er að segja, hugsanir og áhrif geta borizt manna á milli
um langan veg, án þess að þar komi til aðstoð líkamlegra
skynfæra, heldur geti andleg orka mannsins haft bein áhrif
á efniskennda hluti, eins og t. d. það, hvaða flötur kemur
upp á teningi, sem kastað er af handahófi.
4. Forvizka og forspár, fjarskyggni og sálfarir, sem nú
er ekki lengur unnt að neita með heilbrigðri skynsemi að
uiargsinnis hafi átt sér stað og enn eru að gerast, virðast
sýna hæfileika mannssálarinnar þegar í þessu lífi til þess að
ferðast bæði i tíma og rúmi, óháð og utan við líkamann, að
minnsta kosti um stundar sakir, þegar hentug skilyrði eru
fyrir hendi.
5. Þegar svo við þetta bætist ótölulegur grúi staðreynda,
bæði að fornu og nýju, þar sem menn algjörlega hiklaust
og undir eiðstilboð halda því fram og leiða að því vitni, að
þeir hafi ekki aðeins séð framliðna menn, heldur talað við
þá hvað eftir annað og fengið frá þeim upplýsingar, jafnvel
um það, sem ekki var þá til í huga nokkurs lifandi manns,
fer þá ekki að þurfa meiri þykkskinnungshátt en hæfa get-
ur talizt heilbrigðum, hugsandi manni, til þess að neita því í
þverúðarfullri þrjózku, að maðurinn hafi nokkra sál og
segja, að það sé hindurvitni og fásinna að láta sér detta í
hug, að hún lifi eftir líkamsdauðann?
Stærsta undur þessarar jarðar er lífið. Og stærsta undur
lífsins er þroskinn — og eilífðin.