Morgunn


Morgunn - 01.12.1966, Blaðsíða 25

Morgunn - 01.12.1966, Blaðsíða 25
MORGUNN 103 ávallt englar af hárri gráðu, en hafi villzt inn á jarðarsviðið og fari þá ekki eftir neinum venjulegum siðareglum eins og t. d. Byron. Stundum leynist þeir undir ljótum kufli eins og til dæm- is Sókrates. Eins hallast hún að því, að hin fræga og dular- fulla Joan D’Arc hafi verið englakyns og í stöðugu sam- bandi við Mikjál erkiengil. Saga hennar sé ekki skýranleg nieð öðru móti. Englar, sem fæðast á jörðu, verða að ganga undir þjáning og erfiði jarðarbúa. Barátta þeirra við efnið er oft hræðileg og óhamingja þeirra óumræðileg. Ævi þeirra er tragedia, en þeir séu venjulega snillingar á einhverju sviði, innblásnir skapendur mikillar listar, sem ætluð sé til að lyfta jarðarbúum á æðra menningarstig. Hér kemur loks ein saga af mörgum, er hún telur sig hafa séð engla: „Svo bar við eina nótt, að mér gaf sýn inn í æðri heim, og bar þá fyrir augu mín ungan dreng, umlukinn rauðgulln- um ljóma. Horfði hann með miklu trúnaðartrausti á engil, sem stóð frammi fyrir honum í yndislegum aldingarði, og var að sýna honum blómvönd af hvítum rósum. „Hvar tíndir þú þessar rósir, sem þú ert með?“ spurði engillinn hann. Þá benti drengurinn til jarðar, langt í burtu niður í djúp- in. Þar sýndi hann englinum einmanalega gröf við Dan- merkurströnd, sem hulin var hvítum rósum. „Var það þarna, sem þú tíndir rósirnar?“ sagði engillinn, en drengurinn laut höfði til samþykkis. Þá varð mér það allt í einu ljóst, að þessi unglingur mundi vera astrallíkami bróður míns Erics, sem dó ungur að aldri. Hann var skáld og elskaði ævintýri og ferðir í fjarlægum löndum, öllum ógleymanlegur, sem þekktu hann. Hann hafði hugboð um, að hann mundi deyja ungur, og bað þess vegna fjölskyldu sína um að planta hvítum rósum á gröf sína og lofa þeim að vaxa eins og þær vildu. Villirósirnar, sem hann var að sýna englinum, voru því teknar af hans eigin gröf. En með þessum verknaði sýndi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.