Morgunn - 01.12.1966, Side 26
104
MORGUNN
hann mér, að hann var sjálfur engill, sendiboði, sem farið
gat ferða sinna um allan heim. En í astralheiminum hafði
hann fundið sitt rétta eðli, sem aðeins sást eins og í glömp-
um, meðan hann var á jörðunni.
Þegar þessa sýn bar fyrir augu min, komu upp í huga mér
gamlar minningar. Ég mundi eftir þorpinu, þar sem ég var
stödd, þegar mér barst fregnin um fráfall bróður míns.
Hann hafði verið að bjarga manni frá drukknun í höfninni
í Helsingör, en fengið iungnabólgu af volkinu og dáið þrem
dögum síðar. Hann var þá aðeins 26 ára gamail. Þegar ég
gekk út úr þorpskirkjunni á leið út á torgið, sá ég allt í einu
himnana opna, og ljómaði þaðan svo mikil litadýrð, að það
minnti á málverk Rafaels. Ég varð frá mér numin og vissi
ekki hvað var að gerast og gat ekki fundið neitt samband
milli þessarar sýnar og dauða bróður míns.
En nú held ég, að þessi stórfenglega sýn hafi verið send
mér sem vitrun frá öðrum heimi, til að gera mér það ljóst,
að Eric væri lifandi, og væri horfinn til þeirra veralda, þar
list og andi réðu ríkjum.“
Það sem Ania Teillard leggur áherzlu á viðvíkjandi þess-
um sýnum, og hún er á öndverðum meiði við svo marga sál-
fræðinga nútímans í, er þetta: Sálfræðingarnir halda því
fram, að sýnirnar séu subjektívar, hafi engan veruleik nema
í ímyndunum vorum og heilaspuna. Ania segir: „Sýnirnar
eru ekki í okkur. Þessi æðri heimur er ekki hugarórar okk-
ar. Hann er raunverulegur, við erum í honum. Flesta skort-
ir aðeins skilningarvit til að sjá mikið af veruleikanum, en
þau skilningarvit munu koma, þegar vér förum að gefa
þessum málum nokkurn verulegan gaum.“
Eitt er það, sem enn er merkilegt við þessa konu, og
minnir á Helga Pjeturss. Þegar hún er stödd í Indlandi, sér
hún indverska guði og gyðjur, í Grikklandi hverfur hún inn
í heim hinna fornu Olympsguða, og jafnvel telur hún sig
hafa séð hið eineyga höfuð Öðins.
Hún lítur svo á, að þessir goðheimar séu enginn heila-
spuni. Þetta séu raunverulega heimar goðkynjaðra vera,