Morgunn - 01.12.1966, Síða 29
Fjarskyggnigáfan
Eftir próf. dr. J. B. Rhine.
☆
Fjarskyggni og fjarhrif er hvort öðru náskylt. Varð og
fjarskyggni það fyrirbærið, sem vísindalegar rannsóknir
beindust að, næst á eftir fjarhrifunum. En fjarskyggni er
það nefnt, er menn verða varir við hluti eða atburði, án þess
að um venjulega skynjun sé að ræða. Fjarhrif eru aftur á
móti í því fólgin að öðlast vitneskju um það, sem aðrir
hugsa, án þess að þeir hafi látið hugsanir sínar í ljós með
venjulegum hætti. En þótt orðið fjarskyggni sé notað, er þó
engan veginn um það að ræða, að menn sjái þetta með aug-
unum. Að vísu geta fjarskyggniáhrifin birzt, eins og menn
sjái atburðina fyrir sér, en þau geta líka komið í ljós með
öðrum hætti. En verði menn á einhvern hátt varir hluta eða
atburða úr fjarlægð, án þess að skynja þetta með venjuleg-
um hætti, er það einu nafni nefnt fjarskyggni.
Til þess að gera mönnum ljósara, hvað hér er átt við, skal
nefnt þetta dæmi. 1 bókinni Phantasms of the Living, er sagt
frá tíu ára telpu, sem var á rölti úti við, hélt á opinni reikn-
ingsbókinni sinni og var að átta sig þar á einu dæminu. Þá
veit hún ekki fyrri til en henni hverfur allt, sem í kring um
hana er, en í stað þess sér hún móður sína liggja meðvit-
undarlausa á gólfinu í stofu á heimilinu, sem sjaldan var
gengið um. Hún sá þetta svo greinilega, að hún tók einnig
eftir knippluðum vasaklút, sem lá þar á gólfinu skammt frá.
Svo raunveruleg virtist henni þessi sýn, að í stað þess að
hlaupa rakleitt heim, fór hún til læknisins, og bað hann að
koma heim með sér þegar í stað. Hún gat ekki gert læknin-