Morgunn - 01.12.1966, Síða 40
Samdreymi
☆
Stundum kemur það fyrir, að tvær manneskjur dreymir
sama drauminn samtímis, sjá eða heyra sömu atvikin ger-
ast í draumnum, og taka jafnvel sjálfar þátt í þeim með
mismunandi hætti. Um þessa tegund drauma ræðir prófess-
or Hornell Hart í sinni ágætu bók: The Enigma of Survival,
er út kom árið 1959, og fjallar um þau rök, sem færð hafa
verið með og móti framhaldslífi eftir líkamsdauðann.
Þar sem ýmsum lesendum Morguns kann að þykja for-
vitnilegt að kynnast þessari tegund drauma, tek ég hér
nokkra þeirra, eins og prófessor Hart skýrir frá þeim.
1. Samdraumur um björgun úr draumháska.
Aðfaranótt þess 26. janúar 1892, á milli klukkan 2 og 3,
dreymdi kvenlækni nokkurn í New York, Adele Gleason að
nafni, að hún þóttist stödd alein í þéttum og myrkum skógi,
og varð hún ofsahrædd. Þykir henni þá góðkunningi henn-
ar, J. R. Jaslyn, koma henni til hjálpar. Hann greip um tré,
sem stóð rétt hjá þeim, hristi það, unz blöðin fuku af því, en
um leið var eins og logaði ljós á hverju þeirra. — Þessa
sömu nótt og á sama tíma dreymdi Jaslyn, er einnig átti
heima í New York og í nágrenni þessarar konu, að hann
þóttist hitta hana í myrkri úti í skógi, þar sem hún virtist
vera yfirkomin af hræðslu. Hann hraðaði sér til hennar,
greip í trjárunna og þóttist hrista hann af öllu afli. Við það
hrundu blöðin af honum og stóðu um leið í ljósum loga.
Fyrir liggur skrifleg frásögn beggja, þar sem þau skýra
frá þessum draumum og bæta því við, að þau hafi hitzt fjór-