Morgunn


Morgunn - 01.12.1966, Side 56

Morgunn - 01.12.1966, Side 56
134 MORGUNN ekki á móti því, sem verið er að færa mér núna.“ Hún spyr, hvað það væri. ,,Það er bandvitlaus stelpa innan af Skógar- strönd.“ Um daginn komu tveir Skógstrendingar þangað með sturl- aða stúlku. Tók Þorleifur við henni fyrir þrábeiðni konu sinnar. Stúlkunni batnaði og gerðist hún vinnukona í Bjarn- arhöfn og varð gömul. Leifi litli missir liattinn. Sá drengur var í fóstri hjá Þorleifi í Bjarnarhöfn, er Þor- leifur hét Jónatansson. Hann hét í höfuðið á gamla mannin- um, og var mjög kært með þeim. Þegar Leifi var um það bil 10 ára, fékk hann að vorlagi að fara með fólkinu í eggjaleit í Hafnareyjar. Nokkru áður en von var á fólkinu heim, segir gamli mað- urinn upp úr eins manns hljóði, og hló dátt: „Þarna rauk hatturinn af honum litla Leifa.“ Þegar fólkið kom heim, vitnaðist það, að á ieiðinni til lands hafði snörp vindhviða feykt hattinum af drengnum. „Hún verður gömul kona.“ Þessa sögu segir Ingunn Jónsdóttir frá Kornsá í bók sinni „Gömul kynni“. Einn vetur lá móðir mín lengi rúmföst. Var þá tekið það ráð að senda til Þorleifs. Sendimaðurinn komst fyrsta dag- inn út á Skógarströnd og að áliðnum næsta degi í Bjarnar- höfn. Hann baðst þegar gistingar, og var vísað til baðstofu. Þar sá hann aldraðan mann hallast upp við dogg í rúmi sínu. Það leit út fyrir, að hann væri nýkominn frá útiverkum og hefði farið úr vosklæðunum, því að hann var i nærbuxum einum. Með vasahníf var hann að borða harðfisk, og hafði tólgarmola á hné sér, sem hann stakk bita af og lét upp í sig, jafnótt og hann reif fiskinn. Honum var sagt, að þetta væri sjálfur húsbóndinn. Fremur þótti honum þar óvistlegt, og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.