Morgunn


Morgunn - 01.12.1966, Page 66

Morgunn - 01.12.1966, Page 66
Þegar líkin fundust á Fljóts- dalsheiði ☆ Að morgni síðasta Þorradags árið 1868 lögðu tveir menn af stað úr Jökuldal upp á Fljótsdalshérað. Þeir voru á leið norðan af Melrakkasléttu í N-Þingeyjarsýslu, og mun ferð- inni hafa verið heitið að Hallormsstað. Hét annar þeirra Stefán Björnsson frá Grjótnesi á Sléttu, fæddur 1. ágúst 1849, glæsilegur piltur, greindur vel, og talinn hið bezta mannsefni. Hann var systursonur séra Sigurðar prófasts Gunnarssonar á Hallormsstað. Segja sumir, að hann hafi ætlað að stunda nám hjá frænda sínum þar eystra. Hinn hét Árni, fæddur 8. júlí 1832 að Hesteyri í Mjóafirði. Foreldrar hans voru Sigurður Bjarnason, þá vinnumaður í Másseli í Jökulsárhlíð, en móðir Þóra Sigurðardóttir úr Mjóafirði. Hafði hann verið í vistum víða um Austfirði og Fljótsdals- hérað, en ekki er mér kunnugt um, hvernig á ferð hans stóð að þessu sinni. Á heiðinni brast á þá snögglega aftaka stórhríð með ofsa- veðri. Veit enginn af þeirra hrakningum að segja, en ekki komu þeir fram eða náðu til byggða. Var hafin að þeim mikil leit, þegar upp birti hríðina, og tók þátt í henni fjöldi manns. Sú leit bar þó engan árangur. Liðu svo rúmlega þrjú ár, að enginn vissi, hvað orðið hafði um þessa ungu menn. Þóttu þetta að vonum mikil tíðindi og undarleg, og harla svipleg og óvænt orðið hafa örlög þessara manna. Séra Sigurður Gunnarsson skrifaði minningargrein um Stefán frænda sinn í Norðanfara hinn 23. janúar 1871. Rif jar hann upp hina dapurlegu atburði á þessa leið: „Veturinn 1868 voru tveir menn á ferð seint á Þorra
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.