Morgunn - 01.12.1966, Page 66
Þegar líkin fundust á Fljóts-
dalsheiði
☆
Að morgni síðasta Þorradags árið 1868 lögðu tveir menn
af stað úr Jökuldal upp á Fljótsdalshérað. Þeir voru á leið
norðan af Melrakkasléttu í N-Þingeyjarsýslu, og mun ferð-
inni hafa verið heitið að Hallormsstað. Hét annar þeirra
Stefán Björnsson frá Grjótnesi á Sléttu, fæddur 1. ágúst
1849, glæsilegur piltur, greindur vel, og talinn hið bezta
mannsefni. Hann var systursonur séra Sigurðar prófasts
Gunnarssonar á Hallormsstað. Segja sumir, að hann hafi
ætlað að stunda nám hjá frænda sínum þar eystra. Hinn hét
Árni, fæddur 8. júlí 1832 að Hesteyri í Mjóafirði. Foreldrar
hans voru Sigurður Bjarnason, þá vinnumaður í Másseli í
Jökulsárhlíð, en móðir Þóra Sigurðardóttir úr Mjóafirði.
Hafði hann verið í vistum víða um Austfirði og Fljótsdals-
hérað, en ekki er mér kunnugt um, hvernig á ferð hans stóð
að þessu sinni.
Á heiðinni brast á þá snögglega aftaka stórhríð með ofsa-
veðri. Veit enginn af þeirra hrakningum að segja, en ekki
komu þeir fram eða náðu til byggða. Var hafin að þeim mikil
leit, þegar upp birti hríðina, og tók þátt í henni fjöldi manns.
Sú leit bar þó engan árangur. Liðu svo rúmlega þrjú ár, að
enginn vissi, hvað orðið hafði um þessa ungu menn. Þóttu
þetta að vonum mikil tíðindi og undarleg, og harla svipleg og
óvænt orðið hafa örlög þessara manna.
Séra Sigurður Gunnarsson skrifaði minningargrein um
Stefán frænda sinn í Norðanfara hinn 23. janúar 1871. Rif jar
hann upp hina dapurlegu atburði á þessa leið:
„Veturinn 1868 voru tveir menn á ferð seint á Þorra