Morgunn - 01.12.1966, Blaðsíða 70
„Takið eftir 25. ágúst!a
☆
Hinn kunni miðill frú Lára Ágústsdóttir hélt fund 19.
ágúst síðastliðinn í félagsheimilinu Gunnarshólma í Austur-
Landeyjum.
Gaf frúin skyggnilýsingar, og þekktu viðstaddir margt af
því fólki, er hún sagði frá. Þá var hún um stund í sambands-
ástandi, og talaði af vörum hennar stálpuð telpa, að ætla
mátti. Meðal annars var þá sögð þessi setning: Gætið að 25.
ágúst! Ekki virtist þessum orðum beint að neinni sérstakri
persónu á fundinum, heldur út í hópinn. Engin skýring fylgdi
þessum ummælum, enginn spurði heldur í þá átt.
Fáum dögum seinna en fundurinn var haldinn, bráðveikt-
ist barn á Skíðbakka, einum næsta bæ við fyrrnefndan fund-
arstað. Þetta var tveggja ára drengur, efnisbarn. Hann fékk
háan hita, var fluttur í sjúkrahús í Reykjavík, en lífi hans
varð ekki bjargað, hann lézt 25. ágúst. Virtust þannig fram
komin framansögð ummæli, þar sem bent var á þennan til-
tekna dag.
Fannst mér og fleirum, sem á fundinum voru, rétt að láta
þessa frásögn koma fyrir sjónir almennings.
Hellu, 28. október 1966.
Anna Vigfúsdóttir (frá Brúnum).
Við undirrituð, sem vorum á nefndum fundi 19. ágúst,
vottum, að framanrituð frásögn önnu Vigfúsdóttur er rétt.
Hellu á Rangárvöllum, 28. október 1966.
Halldóra Sigmundsdóttir. Vigfús SigurÖsson.