Morgunn - 01.12.1966, Side 71
Bækur um dulræn efni
☆
I desemberhefti Morguns 1965 gat ég nokkurra bóka
um dulræn efni og rannsóknir á þeim sviðum, sem þá voru
nýkomnar á bókamarkaðinn hér. Ég minntist þar lauslega
á bókina um Hafstein Bjöi’nsson, Leitið og þér munuð finna,
en í henni ei’u stuttar ritgerðir, um 50 alls, eftir jafnmai’ga
höfunda, bæði karla og konur, er þar segja frá kynnum sín-
um af starfi þessa miðils og hæfileikum hans, og um miðils-
störf og sálarrannsóknir yfirleitt. Meðal greinarhöfunda eru
ekki færri en sjö núverandi og fyrrverandi pi’estar þjóðkirkj-
únnar. — Ennfremur gat ég um síðustu bók Ólafs Tryggva-
sonar á Akureyri, er hann nefnir Hugsað upphátt, en þar
ræðir hann einkum um gildi trúarinnar og kærleikans og
viðhoi’f sitt til tilverunnar og höfundar hennar. Ólafur hefur
um alllangt skeið fengizt við huglækningar á Akureyri, eins
og kunnugt er. Loks mun ég hafa getið þar um bókina Dul-
skynjanir og dulreynsla eftir dr. Luisu E. Rhine, þar sem
hún gerir grein fyrir hinum ýmsu tegundum dulskynjana og
dulhæfileika, sem rannsóknir hennar og eiginmanns hennar
próf. J. B. Rhine hafa einkum beinzt að á undangengnum
áratugum. En þau hafa, sem kunnugt er, starfað við hina
dulsálfræðilegu í’annsóknarstofnun (Parapsychology La-
boratory) við Duke-háskólann í Bandaríkjunum.
Eftir að lokið var prentun síðara heftis Morguns á síð-
asta ári, komu út tvær bækur til viðbótar um þessi málefni,
sem mér þykir ástæða til að vekja athygli á. Hafa því alls
komið á markaðinn 1965 fimm merkar og athyglisvei’ðar
bækur hér um spíritisma og duh’æna hæfileika. Sýnir það
svo ljóst, að ekki verður um villzt, áhuga íslenzkra lesenda á
þessum málum.