Morgunn - 01.12.1966, Blaðsíða 72
150
MORGUNN
Fylgjur og fyrirboðar eftir Sigurð Haralz nefnist önnur
þessara tveggja bóka. Höfundur hennar er sonur próf. Har-
aldar Níelssonar. Hann segir þar frá dulrænni reynslu sinni
á mjög hreinskilinn, skýran og skemmtilegan hátt. Ég hafði
ánægju af að lesa þessa bók, bæði vegna þess, að frásagnirn-
ar eru vel ritaðar og sumar mjög athyglisverðar, en einnig
vegna hins, að þar gafst mér færi á að kynnast sérkennileg-
um manni, viðkvæmum og næmum fyrir áhrifum, er berast
eftir þeim leiðum, sem enn er ekki unnt að skýra til fulls, en
geta þó orkað jafnvel sterkar á sál mannsins en venjulegar
skynjanir skynfæranna. Hann segir frá afar sterkum hug-
hrifum og hugboðum, er bæði varða það, sem er að gerast í
f jarlægð, og það, sem í vændum er. En að þessum tegundum
fyrirbæra beinist nú athygli sálfræðinga og þá einkum dul-
sálfræðinga í vaxandi mæli. — Bókin er einkar smekkleg að
allri gerð. Bókfellsútgáfan hefur séð um útgáfu hennar, en
Halldór Pétursson teiknaði myndir og kápu.
Ljós yfir landamœrin eftir Jónas Þorbergsson fv. útvarps-
stjóra er stór bók, um 270 síður, og f jallar um áratuga kynni
höfundar af dulrænum fyrirbærum og um meginskoðanir
spiritista á lífinu eftir líkamsdauðann og sambandinu við
framliðna vini fyrir milligöngu hinna traustustu miðla, bæði
hérlendra og erlendra, sem höf. hefur haft náin kynni af.
1 formálsorðum bókarinnar segir hann meðal annars á
þessa leið: „Um mörg undanfarin ár hefur sótt á hug minn
löngun til þess að skilja eftir mig, að mér látnum, vitnisburð
minn um kynni mín af spiritismanum og fögnuði mínum
vegna þeirrar vissu, er hann hefur veitt mér um framiíf allra
manna og endurfundi ástvina eftir líkamsdauðann. Þessi
bók mín er tilraun í þá átt. Mér hefur þótt sem ég skuldaði
þessa þjónustu „mikilvægasta málinu í heimi“, frumherjum
spiritismans hér á landi, Einari Kvaran, Haraldi Níelssyni
og öllum þeim miðlum, sem með elskusemi sinni, eljusemi
og fórnfýsi hafa veitt mér hlutdeild í þessum fögnuði."
Bókin er í þrem meginköflum. Nefnist hinn fyrsti: Beggja