Morgunn - 01.12.1966, Blaðsíða 78
156
MORGUNN
vík, en séra Sveinn Víkingur íslenzkaði. Nefnist hún Fram-
sýni og forspár og er 188 blaðsíður.
Þá er og að koma út ný bók eftir frú Elinborgu Lárus-
dóttur skáldkonu, er heitir Dulrœnar sagnir. Þetta er allstór
bók, rúmlega 200 síður, og gefin út af bókaforlaginu Skugg-
sjá í Hafnarfirði.
Þetta eru flest nýlegar frásagnir um merkilega drauma,
dulsýnir, f jarhrif og vitranir. Af eldri frásögnum er forvitni-
leg saga um Miklabæjar-Sólveigu, byggð á áreiðanlegum
heimildum. Enn fremur eru nokkrar sagnir um svonefnda
álagabletti, en þeir eru allvíða, sem kunnugt er. Bókin er
svo nýkomin í bókaverzlanir, að mér hefur ekki gefizt kost-
ur eða tími til að lesa hana, þegar þetta er skrifað. En af
kafla þeim, sem lesinn var í útvarpi nú nýlega, var auðheyrt,
að hér er um frásagnir að ræða, sem fróðlegt og skemmti-
legt er að kynnast.
Frú Elinborg, sem er nýorðin 75 ára, er löngu þjóðkunn
fyrir sín umfangsmiklu ritstörf. Og hún er ekki aðeins kunn
sem mikilvirkur skáldsagnahöfundur. Hún hefur einnig rit-
að mikið um dulræn efni, og þær bækur hennar ekki síður
notið vinsælda og hylli.