Morgunn - 01.06.1975, Side 18
16
MORGUNN
formlega til ítarlegrar umræðu eða er það viðvörunin við
dultrúarfyrirbrigðum? Hvortveggja gæti staðizt eftir orðanna
hljóðan.
II.
Nú ætla ég að vera eins góðgjarn og mínu synduga lijarta
er mögulegt og reyna að lesa i málið, virða ályktunina á betri
veg fyrir minum fyrrverandi embættisbræðrum, og gizka á
hvað þeim raunverulega er innan brjósts. Nú verður ekki séð
af orðalagi tillögunnar, hvað átt er við með dultrúarfyrirbrigð-
um. Er það „mystik“? Er það spíritisminn? Er það iðkun and-
legra æfinga að hætti sumra austrænna dulspekinga? Er það
öll athugun á dulrænum fyrirbærum? Er það vísindaleg dul-
sálarfræði? Eða er það yfirleitt trú á að dulræn fyrirbæri hafi
átt sér stað eða eigi sér nokkurn tíma stað?
Mér fór ekki að litast á blikuna þegar ég las lexiu og guð-
spjall síðasta sunnudags. Fyrst er sagan um það, þegar Páll
frá Tarsus sá ljós leika um sig og samferðamenn sína, og hann
heyrði Krist tala til sín. Og guðspjallið segir frá því, þegar
Jesús vísaði Símoni á fiskinn í vatninu. — Gat það verið eitt-
hvað líkt þessu, sem synodan í Skálholti var að vara við?
Vafalaust ekki. Og í Biblíunni úir og grúir af „dultrúar-
fyrirbrigðum" spjaldanna á milli. Sannleikurinn er sá að gegn-
um allar aldir hafa „dultrúarfyrirbrigði“ af ýmsu tagi verið
þáttur í trúarreynslu bæði kristinna manna og annarra. Það,
sem ég held, að prestarnir hafi því viljað segja, er þetta, að
menn skyldu viðhafa gagnrýni gagnvart dultrúarfyrirbrigðum
af hvaða tagi sem er, forðast hjátrú og byggja viðhorf sín á
trúnni á Krist.
Ég þekkti á sínum tíma persónulega forvígismenn spíritis-
mans hér á landi og veit vel, að t. d. próf. Haraldi Níelssjmi
var ekki eins illa við neitt eins og alls konar hjátrú, gagnrýnis-
lausa oftrú, eða fljótfæmi auðtrúa fólks, sem olli því að sum-
staðar var horfið frá hinni vísindalegu afstöðu. En hann taldi
þetta ekki nægilega ástæðu til að leggja niður athugun dul-
rænna fyrirbrigða. Ég og aðrir, sem á sínum tíma tileinkuð-