Morgunn - 01.06.1975, Síða 21
JÓNAS ÞORBERGSSON, FYRRV. ÚTVARPSSTJORI:
SPlRITISMINN.
OG ÞAÐ SEM HANN BOÐAR
Sumarið 1968 flutti Jóuas Þorbergsson, fyrrverandi útvarpsstjóri,
til þeirra heimkynna, sem svo lengi höfðu verið honum hugleikin.
Með honum hvarf okkur um stund merkur áhugamaður um andleg
mál, og þá einkum spiritismann. Hann var alinn upp í Suður-
I’ingeyjarsýslu, ]>ar sem íslenzka er fallega töluð og mikils metin.
Það var Jónasi gott veganesti, þegar hann gerðist umsvifamikill rit-
stjóri á sviði stjórnmála. Það kom lionum ekki siður að góðu haldi,
þegar hann tók að skrifa um andleg mál. Áhugi hans á þeim fór
sivaxandi ineð aldrinum. Hann var alhafnamikill rannsóknarmaður
á sálrænum hæfileikum, og ekki sízt miðilsgáfunni. Samstarf hans
og Hafsteins miðils er löngu þjóðkunnugt vegna skyggnilýsinga-
funda þeirra, sem þeir stofnuðu til viða um land. Það er litlum vafa
undirorpið, að með þessu samstarfi átti Jónas drjúgan þátt í því, að
kynna Jiennan athyglisverða miðil utan höfuðborgarinnar, og vakti
áreiðanlega, með glæsilegum árangii Hafsteins, athygli fjölda fólks
á undrum ófreskigáfunnar og mikilvægi spíritismans.
Siðari ár ævi sinnar kepptist Jónas við að skrifa um reynzlu sína
og annara í þessum efnum, þvi lionum var ljóst orðið að timinn
var naumur. Stundum var hann seztur við skrifborð sitt um fjögur-
leytið eftir lágnættið. MORGUNN hefur fengið vinsamlegt leyfi
ekkju hans, fni Sigurlaugar til þess að birta eitthvað af þvi, sem
hann hefur svo vel skrífað um þessi mál.
Hér á eftir fer 3. kafli síðustu bókar hans Brotinn er broddur
dauSans. Ber kaflinn heitið Spiritisminn, og þaS sem hann boSar.
Æ. R. K.
L