Morgunn - 01.06.1975, Síða 31
SPÍIUTISMINN, OG ÞAÐ SEM HANN BOÐAR
29
leitar, sem nú er runnin upp yfir mannheim og sem ekki á
sér sjáanleg né ímynduð takmörk, ef ekki kemur til fullrar
sjálfseyðingar mannkynsins, eigum við að mega vona að
mennirnir aðhyllist smámsaman hinar einföldu, ljósu og marg-
sönnuðu opinberanir framlífshyggjunar (spíritismans), og að
vísindin eigi eftir að vinna marga sigra einnig á þeim vett-
vangi. Engin dimma hefir verið mannkyninu geigvænlegri
og valdið því meira böli á umliðnum árþúsundum en myrkur
vanþekkingarinnar á lögmálum framlífsins. Sú vanþekking
hefir leitt til blóðugustu styrjalda og fullrar lieiðni manna og
heilla þjóða.
Þeir tímar munu koma að vitsmuna- og þekkingarljós spírit-
ismans fyllir veröld okkar og að sama skapi munu rakna af
mannkyninu bókstafsfjötrar vanþekkingar og ofstækis. Á
grunni vísindalegrar þekkingar munu öll trúarbrögð heims-
ins sameinast og bróðemi allra manna verða lýðum ljóst. Þá
og þá fyrst mun styrjöldum linna og mannkyn allt ganga
saman til systra- og bræðralags, og til fulls skilnings og kær-
leikstengsla mannkyns alls, þessa heims og annars.
Þá fyrst mun til okkar koma guðsríki á jörð sem sendiboðar
almættisins og fremstu maimvinir og kærleiksboðendur mann-
anna á umliðnum árþúsundum hafa þráð og vonað.“
Sá, sem ekki þekkir GuS í fyrsta mann-
inum, sem hann mætir á veginum, þekk-
ir hann aldrei, hvorki í musterinu né í
hjarta sínu, hvorki í þessu lífi né hinu
komanda. — Ramakrishna.