Morgunn


Morgunn - 01.06.1975, Page 44

Morgunn - 01.06.1975, Page 44
42 MORGUNN Þessi ósýnilegri verndari er ævinlega viðstaddur uppskurði hans. Tonio er alveg sérstaklega geðslegur maður. Hann virðist vera greindari en gengur og gerist meðal landa hans, enda þótt hann hafi einungis barnaskólamenntun. Hann hefur ferðast talsvert sökum þess að auðug kona kostaði hann eitt sinn i hnattför og sýndi hann þá hæfileika sína meðal annars á Indlandi. Hann á mikinn fjölda fylgismanna. Hann varð meira að segja að flytja úr miðborg Manila til úthverfis og setti ekkert númer á hús sitt til þess að kafna ekki alveg í lækningabeiðnum, sem einkum berast frá blásnauðu og ó- menntuðu fólki. Hann er góður maður og andlega þroskaður. Þegar Tonio var um tíu ára gamall, þá færði einhver sér sakleysi hans í nyt með því að segja honum að beita hæfi- leika sínum til þess að finna gullstengur, sem Japanir höfðu falið í fjöllunum í stríðinu. Tonio féllst á þetta, en verndara hann geðjaðist ekki að þessari misbeitingu hinna andlegu krafta. Hann hegndi honum því með þvi að svifta hann nokkru af lækningamættinum. Um þetta leyti var sagt að hann hafi verið svo magnaður, að hann hafi getað látið rós bráðna og breytast í vökva með því einu að horfa á hana. Eftir þetta hafði hann að vísu enn æma hæfileika sem læknir og skyggnir og stundum bregður fyrir dulheyrn hjá honum, en síðan hefur hann aldrei misnotað hæfileika sina. Hraði hans við lækningarnar er ótrúlegur. Eitt sinn gerði hann 317 uppskurði á einum sólarhring. En að jafnaði ann- ast hann frá tíu til tuttugu uppskurði á dag. Hann þarf ekki að auglýsa. Fólk fréttir af lækningum hans og kemur til þess að leita hjálpar. Flest er þetta fólk ólæst. Hann fer ekki fram á neina greiðslu, en lætur gott heita, ef einhverju er vikið að honum. Vitanlega geta margir þeirra vesalinga sem til hans leita ekki greitt grænan eyri, en þeir fá lækningu engu að síður.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.