Morgunn - 01.06.1975, Page 53
UNDRALÆKNINGAR Á FILIPPSEYJUM 51
Andstaðan gegn nýjum hliðum sannleikans gengur eins og
rauður þráður gegn um söguna.
Það var hlegið að Kólumbusi fyrir þá trú, að jörðin væri
hnöttótt. Var honum jafnvel spáð að hann mundi sigla fram
af jarðarfletinum og beint i glötunina, ef hann leyfði sér þá
fífldirfsku að sigla of lengi í sömu átt. Var ekki hlegið að
Pasteur fyrir að halda því fram að sýklar væru til? Var ekki
ráðist hörkulega á Galileo, sem fann upp sjónaukann fyrir
að halda því fram að jörðin snerist um sólina og hann neydd-
ur til þess af pyndingameisturum rannsóknarréttarins að taka
orð sin aftur? Maðurinn sem fann upp gufuvélina í skip var
hafður að slíku háði fyrir uppgötvun sína, að hann framdi
sjálfsmorð, en Robert Fulton varð hins vegar frægur síðar
fyrir sömu uppgötvun. Þá held ég þeir hafi hæðst að Edison
með ljós í flösku og sögðu að ef guð hefði ætlað mömiunum
meira ljós þá liefði hann veitt þeim það. Menn bauluðu á
Bell, þegar hann þóttist ætla að flytja mannsröddina eftir
þræði. Og þannig má endalaust telja erfiðleika þeirra, sem
eru svo óheppnir að vera á undan samtima sínum. Per
ardua ad astra sögðu Rómverjar hinir fornu, sem þýðir
eiginlega eftir orðunum: Gegn um þrengingar til stjarnanna,
en væri liklega bezt útlagt á íslenzku: Enginn verður óbarinn
biskup.
/ allri vantrú felast þessir
tveir meginþœttir: MikiS
sjálfsálit, en líti'Ö álit
á GuÖi. — H. Bonar.